RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2023 15:50 Sigríður Dögg segir það hart að stöndugasti fjölmiðill landsins, sá sem fái 7 milljarða á ári frá skattgreiðendum, tími ekki að borga sínu fólki samkvæmt kjarasamningi BÍ. Stefán Eiríkisson Útvarpsstjóri er fastur fyrir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála. Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira