Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. september 2023 14:28 Sá sem varð fyrir árásinni á þriðjudagskvöld var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi yfir nótt. Hann hlaut talsvert mikla áverka, meðal annars brotnuðu tennur. Vísir/Vilhelm Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum