Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2023 11:20 Jóhann Páll fékk sér lúr með syni sínum, mætti svo niður í þing og honum leist sannast sagna ekki á blikuna. hari Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðu á þinginu nú rétt í þessu. Og taldi stjórnina með allt niður um sig í þeim efnum. „Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“ Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“
Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira