Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2023 21:15 Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira