Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2023 21:15 Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent