Liverpool 2.0 minnir hann á bestu lið Jürgens Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 09:31 Jürgen Klopp með Mohamed Salah eftir sigurinn á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. AP/Jon Super Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool gekk í gegnum miklar breytingar í sumar og miðjunni var nánast skipt út í heilu lagi. Byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni lofar góðu fyrir framhaldið. Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira