Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Verjendur og sakborningar fylltu veislusalinn í Gullhömrum í Grafarvogi í dag þegar átta gáfu skýrslu við aðalmeðferð á Bankastræti-Club málinu. Alls eru tuttugu og fimm ákærðir í málinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við verjanda, saksóknara og dómstjóra um þetta umfangsmikla sakamál.

Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. Í kvöldréttum sjáum við brot úr Kompás sem verður sýndur að loknum fréttum.

Við skoðum einnig aðstöðuna á Litla-Hrauni sem fangelsismálastjóri segir ömurlega. Til stendur að reisa nýtt fangelsi við hliðina á því gamla og gera ýmsar úrbætur í fangelsismálum.

Einnig verður farið yfir sláandi tölur um aukna vímuefnaneyslu og drykkju ungmenna auk þess sem við hittum nöfnu Svandísar Svavarsdóttur sem býr í fjósi í Skagafirði og verðum í beinni frá Hvaleyrarvatni þar sem svokölluð hamingjuganga fer fram í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×