Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 17:50 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. „Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum. Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
„Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum.
Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12