„Þetta var í sjálfu sér aðgerð sem var farið í á grundvelli upplýsinga sem bárust lögreglu,“ segir Ævar Pálmi Pálmason hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki tjá sig nánar um í hverju ábendingin hefði falist.
Mennirnir voru handteknir í sama húsi og lögregla handtók menn í fyrr í mánuðinum. Lögregla gaf út að sú handtaka tengdist ráni og ofbeldisbrotum. Ævar Pálmi vildi ekki segja til um hvort um sömu menn væri að ræða. Mennirnir þrír búa allir í húsinu.
Aðspurður um hvort mönnunum yrði sleppt eða hvort hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald segir Ævar það ekki liggja fyrir á þessari stundu. Verið sé að taka skýrslu af mönnunum og í kjölfarið verði framhaldið metið.