Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt Árni Sæberg skrifar 22. september 2023 06:38 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run við málverk af foreldrum sínum, sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Morgunblaðið greinir frá þessu en það hefur bréf til Samkeppniseftirlitsins undirritað af Guðmundi Smára Guðmundssyni, framkvæmdastjóra G. Run, undir höndum. Þar segir að í bréfinu sé þess krafist að öll gögn og allar upplýsingar verði afhentar fyrirtækinu auk þess að allri vinnu, sem eftirlitið hefur þegar unnið upp úr gögnunum, verði eytt. Að öðrum kosti líti fyrirtækið svo á að eftirlitið hafi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að engu. Greint var frá því í vikunni að nefndin hefði úrskurðað að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „Við þekkjum Svandísi“ Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Smára að fyrirtækið hafi gagnrýnt vinnubrögð samkeppnisyfirvalda og matvælaráðherra frá því að vinnan hófst. „Við þekkjum Svandísi og vitum nákvæmlega hvert hún ætlar að fara,“ er haft eftir honum. Hún sé í sinni pólitík en það sé fyrir neðan allar hellur að „apparat eins og Samkeppniseftirlitið“ taki þátt í þeirri pólitík ráðherra. Samkeppnismál Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50 Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá þessu en það hefur bréf til Samkeppniseftirlitsins undirritað af Guðmundi Smára Guðmundssyni, framkvæmdastjóra G. Run, undir höndum. Þar segir að í bréfinu sé þess krafist að öll gögn og allar upplýsingar verði afhentar fyrirtækinu auk þess að allri vinnu, sem eftirlitið hefur þegar unnið upp úr gögnunum, verði eytt. Að öðrum kosti líti fyrirtækið svo á að eftirlitið hafi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að engu. Greint var frá því í vikunni að nefndin hefði úrskurðað að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „Við þekkjum Svandísi“ Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Smára að fyrirtækið hafi gagnrýnt vinnubrögð samkeppnisyfirvalda og matvælaráðherra frá því að vinnan hófst. „Við þekkjum Svandísi og vitum nákvæmlega hvert hún ætlar að fara,“ er haft eftir honum. Hún sé í sinni pólitík en það sé fyrir neðan allar hellur að „apparat eins og Samkeppniseftirlitið“ taki þátt í þeirri pólitík ráðherra.
Samkeppnismál Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50 Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13