Argentínumenn enn bestir, Ísland missir stig eftir tapið gegn Lúxemborg Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2023 19:29 Lionel Messi og félagar í Argentínu þykja enn sterkasta landslið heims. Nýr styrkleikalisti FIFA kom út í dag. Argentína trónir enn á toppnum með Frakkland og Brasilíu stutt á eftir. Ísland missir eitt stig en heldur sæti sínu sem 67. sterkasta landslið heims, tapið gegn Lúxemborg vegur greinilega þyngra en heimasigur gegn Bosníu. Í kjölfar þeirra 159 landsleikja sem fram fóru á dögunum kom nýr styrkleikalisti FIFA út í dag. Argentínumenn styrktu stöðu sína í efsta sæti listans eftir sigra gegn Ekvador og Bólivíu. Frakkarnir í öðru sæti missa nokkur stig eftir tap gegn Þýskalandi. Argentína hefur verið efst á styrkleikalistanum síðan í apríl á þessu ári. Listinn er þó umdeildur og þykir af mörgum ekki gefa rétta mynd af raunverulegum styrk landsliða. Það vakti einmitt mikla athygli að Argentína sat ekki í toppsætinu eftir að hafa orðið heimsmeistarar í desember 2022. Eina breytingin á efstu 10 sætunum var sú að Portúgal klifraði upp í 8. sætið fyrir Ítalíu sem féllu niður í 9. sætið. Albanía hlaut flestu stigin í þessari umferð landsleikja og fór upp um þrjú sæti eftir óvæntan 2-0 sigur gegn Póllandi. N-Írland misstu flest stig en liðið tapaði tveimur útileikjum gegn Slóveníu og Kazakhstan. Fall Íslands á styrkleikalistanum síðustu ár kemur fáum á óvart. Hæst náði Ísland 18. sætinu rétt fyrir HM 2018, liðið er nú í 67. sæti listans. Hér má sjá listann í heild sinni. Kvennalandslið Íslands stendur körlunum þó framar en þær sitja sem stendur í 14. sæti. Þær hefja leik í Þjóðadeildinni á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Wales á Laugardalsvelli. Ísland mætir svo Þýskalandi ytra á þriðjudag. Nýr styrkleikalisti verður gefinn út í kjölfar þeirra leikja. Landslið karla í fótbolta Argentína Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28 Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Í kjölfar þeirra 159 landsleikja sem fram fóru á dögunum kom nýr styrkleikalisti FIFA út í dag. Argentínumenn styrktu stöðu sína í efsta sæti listans eftir sigra gegn Ekvador og Bólivíu. Frakkarnir í öðru sæti missa nokkur stig eftir tap gegn Þýskalandi. Argentína hefur verið efst á styrkleikalistanum síðan í apríl á þessu ári. Listinn er þó umdeildur og þykir af mörgum ekki gefa rétta mynd af raunverulegum styrk landsliða. Það vakti einmitt mikla athygli að Argentína sat ekki í toppsætinu eftir að hafa orðið heimsmeistarar í desember 2022. Eina breytingin á efstu 10 sætunum var sú að Portúgal klifraði upp í 8. sætið fyrir Ítalíu sem féllu niður í 9. sætið. Albanía hlaut flestu stigin í þessari umferð landsleikja og fór upp um þrjú sæti eftir óvæntan 2-0 sigur gegn Póllandi. N-Írland misstu flest stig en liðið tapaði tveimur útileikjum gegn Slóveníu og Kazakhstan. Fall Íslands á styrkleikalistanum síðustu ár kemur fáum á óvart. Hæst náði Ísland 18. sætinu rétt fyrir HM 2018, liðið er nú í 67. sæti listans. Hér má sjá listann í heild sinni. Kvennalandslið Íslands stendur körlunum þó framar en þær sitja sem stendur í 14. sæti. Þær hefja leik í Þjóðadeildinni á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Wales á Laugardalsvelli. Ísland mætir svo Þýskalandi ytra á þriðjudag. Nýr styrkleikalisti verður gefinn út í kjölfar þeirra leikja.
Landslið karla í fótbolta Argentína Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28 Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28
Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00