Varar við svefnvenjum Haaland: „Getur verið hættulegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. september 2023 07:01 Erling Haaland passar að lifa heilsusamlegu lífi utan vallar. Vísir/Getty Erling Braut Haaland passar afar vel upp á að ná góðum nætursvefni. Sænskur svefnfræðingur varar þó við sérstakri aðferð sem Haaland og fleiri hafa nýtt sér að undanförnu. Erling Braut Haaland hefur vitskuld vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir öll mörkin sem hann hefur skorað á knattspyrnuvellinum en einnig fyrir fullkomnunaráráttu sína utan vallar. Meðal annars hafa borist fregnir af mataræði hans og svefnvenjum en nú hefur sænskur svefnfræðingur gagnrýnt nýjustu leið Haaland til að bæta svefn sinn. Fyrir tveimur vikum greindi Haaland frá því að hann sofi með límband fyrir munninum til að bæta öndunina. Þessi leið hefur verið töluvert til umræðu í netheimum síðustu vikur og myllumerkið #mouthtape verið mikið notað á samfélagsmiðlum. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland en sænskur vísindamaður segir aðferðina ekki hættulausa. „Það er til mikið af rannsóknum sem sýna að þeir sem sofa vel sýni betri frammistöður,“ segir svefnfræðingurinn Christian Benedict en hann er vísindamaður við Háskólann í Uppsölum. „Ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla“ Benedict segir hins vegar að aðeins ein rannsókn sé til um það að sofa með límband fyrir munninum. Þar var gerð rannsókn á fólki sem átti í vandræðum með nætursvefn og sváfu rúmlega helmingur þátttakanda betur í kjölfar þess þau notuðu límband þegar þau sváfu. Benedict er þó efins um aðferðina. „Það er frábært að aðili eins og Erling Haaland komi fram og segi hversu mikilvægur svefninn sé. Það finnst mér frábært. En að draga þá ályktun að allir muni sofa betur ef þeir setja límband fyrir munninn, það verð ég að setja spurningamerki við.“ Hann segir að aðferðin geti verið hættuleg. „Ef þú átt við svefnvanda að stríða og átt í öndunarerfiðleikum í svefni þá reynir það mjög á hjarta- og æðakerfið. Ef þú getur ekki andað í gegnum munninn þá getur það leitt til frekari vandræða.“ „Það er gott að anda í gegnum nefið ef mögulegt er. Ef þu´gerir það á hverjum degi í 16 klukkustundir þá kennir þú líkamanum að gera það líka á nóttunni. En að þvinga það fram með límbandi fyrir munninum, það er alls ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla.“ Enski boltinn Svefn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Erling Braut Haaland hefur vitskuld vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir öll mörkin sem hann hefur skorað á knattspyrnuvellinum en einnig fyrir fullkomnunaráráttu sína utan vallar. Meðal annars hafa borist fregnir af mataræði hans og svefnvenjum en nú hefur sænskur svefnfræðingur gagnrýnt nýjustu leið Haaland til að bæta svefn sinn. Fyrir tveimur vikum greindi Haaland frá því að hann sofi með límband fyrir munninum til að bæta öndunina. Þessi leið hefur verið töluvert til umræðu í netheimum síðustu vikur og myllumerkið #mouthtape verið mikið notað á samfélagsmiðlum. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland en sænskur vísindamaður segir aðferðina ekki hættulausa. „Það er til mikið af rannsóknum sem sýna að þeir sem sofa vel sýni betri frammistöður,“ segir svefnfræðingurinn Christian Benedict en hann er vísindamaður við Háskólann í Uppsölum. „Ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla“ Benedict segir hins vegar að aðeins ein rannsókn sé til um það að sofa með límband fyrir munninum. Þar var gerð rannsókn á fólki sem átti í vandræðum með nætursvefn og sváfu rúmlega helmingur þátttakanda betur í kjölfar þess þau notuðu límband þegar þau sváfu. Benedict er þó efins um aðferðina. „Það er frábært að aðili eins og Erling Haaland komi fram og segi hversu mikilvægur svefninn sé. Það finnst mér frábært. En að draga þá ályktun að allir muni sofa betur ef þeir setja límband fyrir munninn, það verð ég að setja spurningamerki við.“ Hann segir að aðferðin geti verið hættuleg. „Ef þú átt við svefnvanda að stríða og átt í öndunarerfiðleikum í svefni þá reynir það mjög á hjarta- og æðakerfið. Ef þú getur ekki andað í gegnum munninn þá getur það leitt til frekari vandræða.“ „Það er gott að anda í gegnum nefið ef mögulegt er. Ef þu´gerir það á hverjum degi í 16 klukkustundir þá kennir þú líkamanum að gera það líka á nóttunni. En að þvinga það fram með límbandi fyrir munninum, það er alls ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla.“
Enski boltinn Svefn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira