Hafa lokað á rakningu í rakningarforritinu C-19 Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 16:20 Svona leit smitrakningarappið út, og tilkynningarnar sem notendur fengu frá því. Embætti landlæknis hefur lokað á rakningu í smáforritinu Rakning C-19 sem þróað var og notað í smitrakningu í kórónuveirufaraldrinum. Þeir sem eru með forritið í símum sínum hafa margir fengið meldingu þessa efnis í dag. Ólafur K. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis, segir það vera langt síðan að notast hafi verið við rakningarforritið hér á landi. „En það sem er að gerast nú er að Apple og Google eru að slökkva á þeim möguleika fyrir símtækin að nota þessa rakningartækni, svokölluð „exposure notifications“. Þetta er í stýrikerfinu á Apple-símum og í Playstore í Android-símum, og er sem sagt búið að slökkva á þeim möguleika núna. Þetta er að gerast í öllum löndum.“ Ólafur segir þetta gert vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá í maí síðastliðinn að aflýsa skilgreiningu á COVID-19 sem bráðri ógn við lýðheilsu þjóða. Ástandið hafði þá ríkt síðan í janúar 2020, en slík skilgreining nýtist WHO og alþjóðasamfélaginu við að samhæfa aðgerðir til að stöðva útbreiðslu sjúkdóms á milli landa. Ólafur segir að með þessu sé ekki verið að henda forritinu eða þeirri tækni sem hafi verið þróuð. Hún sé til og gæti nýst síðar. Hann hvetur þó fólk til að fjarlægja forritið úr símanum. Rakningarforrit íslenskra heilbrigðisyfirvalda, Rakning C-19, komið í loftið í byrjun apríl 2020, rúmum mánuði eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Skjáskot af skilaboðum sem hafa birst í símum margra í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
Ólafur K. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis, segir það vera langt síðan að notast hafi verið við rakningarforritið hér á landi. „En það sem er að gerast nú er að Apple og Google eru að slökkva á þeim möguleika fyrir símtækin að nota þessa rakningartækni, svokölluð „exposure notifications“. Þetta er í stýrikerfinu á Apple-símum og í Playstore í Android-símum, og er sem sagt búið að slökkva á þeim möguleika núna. Þetta er að gerast í öllum löndum.“ Ólafur segir þetta gert vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá í maí síðastliðinn að aflýsa skilgreiningu á COVID-19 sem bráðri ógn við lýðheilsu þjóða. Ástandið hafði þá ríkt síðan í janúar 2020, en slík skilgreining nýtist WHO og alþjóðasamfélaginu við að samhæfa aðgerðir til að stöðva útbreiðslu sjúkdóms á milli landa. Ólafur segir að með þessu sé ekki verið að henda forritinu eða þeirri tækni sem hafi verið þróuð. Hún sé til og gæti nýst síðar. Hann hvetur þó fólk til að fjarlægja forritið úr símanum. Rakningarforrit íslenskra heilbrigðisyfirvalda, Rakning C-19, komið í loftið í byrjun apríl 2020, rúmum mánuði eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Skjáskot af skilaboðum sem hafa birst í símum margra í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira