Umræðan hefur verið því marki brennd að byggja að hluta til á misskilningi og upplýsingaóreiðu en eins og fram hefur komið hafa Samtökin ´78 verið bendluð við bókina og kynfræðslu þrátt fyrir að hafa hvorki komið að þýðingu né útgáfu bókarinnar.
Í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag verður rætt um þessa bók en einnig um kynfræðslu barna í víðara samhengi. Að pallborðinu koma þær Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubókinni, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur sem finnst sum af þeim efnistökum sem fram koma í kynfræðibókinni ekki hæfa börnum á aldrinum 7-10 ára.
Í spilaranum hér að neðan er hægt að fylgjast með Pallborðinu í beinni útsendingu.