Hugar að andlega þættinum fyrir umspilið Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 11:00 Magnús Már Einarsson ætlar sér með Aftureldingu upp í efstu deild. Vísir/arnar Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar segir að það sé mikil trú í leikmannahópi liðsins fyrir komandi umspil um laust sæti í Bestudeildinni. Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“ Lengjudeild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“
Lengjudeild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira