Skipstjórar þurfa ekki að gefa upp staðsetningu frekar en þeir vilja Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 07:46 Hvalur 8 og 9 í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Skipstjórar Hvals hf. hafa ekki haft kveikt á sjálfvirku auðkenniskerfi hvalveiðiskipanna tveggja á yfirstandandi vertíð, sem hefur sætt nokkurri gagnrýni. Reglugerð kveður á um að skipstjórum sé í sjálfsvald sett hvort þeir noti búnaðinn. Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Vísis um það hvort Hval hf. sé heimilt að gefa ekki upp staðsetningu á skipum sínum, Hval 8 og 9, segir að í reglugerð um Vaktstöð Siglinga og eftirlit með umferð skipa segi að í undantekningartilvikum megi slökkva á sjálfvirku auðkenniskerfi skips ef skipstjóri telji það nauðsynlegt í þágu öryggis eða verndar skipsins. Forsvarsmenn Hvals hf. hafi haft samband við Landhelgisgæslu Íslands og tjáð stofnuninni að Hvalur 8 og Hvalur 9 myndu nýta sér umrædda heimild. Landhelgisgæslan hafi gert þá kröfu að skipin sendu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skeyti í gegnum gervihnött á klukkustundar fresti til þess að Landhelgisgæslan væri meðvituð um staðsetningu skipanna. Eins og ákvæðið er orðað sé það skipstjóra að meta hvort nauðsynlegt sé að beita því. Aðeins einu sinni nýtt áður Í svarinu segir að ákvæðinu hafi aðeins einu sinni verið beitt. Þá hafi nýsmíðað skip verið að koma til landsins og þurft að sigla í gegnum hættulegt svæði á leið sinni til landsins og skiptstjóri þess hafi nýtt sér undanþáguna. Þá segir að ákvörðun Hvals hafi ekki áhrif á öryggi annarra skipa. „Sjálfvirkur staðsetningarbúnaður er ekki eina tækið til að tryggja öryggi á sjó. Einnig er gerð krafa um mannaða brú og siglingaljós svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem ratsjá skipa kemur að góðum notum.“ Loks segir að það sé ekki hlutverk Landhelgisgæslunnar að framkvæma mat á því hvort nauðsynlegt sé að nýta undanþáguna til þess að tryggja öryggi skipa og það ítrekað að stofnunin veiti ekki undanþágu á umræddu atriði heldur sé það skipstjóri umræddra skipa sem tekur ákvörðun um að nýta sér undanþáguákvæðið sem sett er í reglugerðinni. Hvalveiðar Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Vísis um það hvort Hval hf. sé heimilt að gefa ekki upp staðsetningu á skipum sínum, Hval 8 og 9, segir að í reglugerð um Vaktstöð Siglinga og eftirlit með umferð skipa segi að í undantekningartilvikum megi slökkva á sjálfvirku auðkenniskerfi skips ef skipstjóri telji það nauðsynlegt í þágu öryggis eða verndar skipsins. Forsvarsmenn Hvals hf. hafi haft samband við Landhelgisgæslu Íslands og tjáð stofnuninni að Hvalur 8 og Hvalur 9 myndu nýta sér umrædda heimild. Landhelgisgæslan hafi gert þá kröfu að skipin sendu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skeyti í gegnum gervihnött á klukkustundar fresti til þess að Landhelgisgæslan væri meðvituð um staðsetningu skipanna. Eins og ákvæðið er orðað sé það skipstjóra að meta hvort nauðsynlegt sé að beita því. Aðeins einu sinni nýtt áður Í svarinu segir að ákvæðinu hafi aðeins einu sinni verið beitt. Þá hafi nýsmíðað skip verið að koma til landsins og þurft að sigla í gegnum hættulegt svæði á leið sinni til landsins og skiptstjóri þess hafi nýtt sér undanþáguna. Þá segir að ákvörðun Hvals hafi ekki áhrif á öryggi annarra skipa. „Sjálfvirkur staðsetningarbúnaður er ekki eina tækið til að tryggja öryggi á sjó. Einnig er gerð krafa um mannaða brú og siglingaljós svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem ratsjá skipa kemur að góðum notum.“ Loks segir að það sé ekki hlutverk Landhelgisgæslunnar að framkvæma mat á því hvort nauðsynlegt sé að nýta undanþáguna til þess að tryggja öryggi skipa og það ítrekað að stofnunin veiti ekki undanþágu á umræddu atriði heldur sé það skipstjóri umræddra skipa sem tekur ákvörðun um að nýta sér undanþáguákvæðið sem sett er í reglugerðinni.
Hvalveiðar Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira