Mál Alberts komið til ákærusviðs Árni Sæberg skrifar 19. september 2023 11:55 Rannsókn á máli Alberts Guðmundssonar er lokið. Vísir/Jónína Rannsókn á máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er lokið og það er komið á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Albert, sem leikur með Genóa á Ítalíu og öllu jöfnu íslenska karlalandsliðinu, var kærður fyrir kynferðisbrot um miðjan ágúst síðastliðinn og fær ekki að koma fram fyrir Íslands hönd á fyrr en mál hans hefur verið leitt til lykta. Albert hefur hefur hafnað öllum ásökunum um kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu til fjölmiðla þann 24. ágúst. Stuttur rannsóknartími Bylgja Hrönn segir að rannsókn á máli Alberts hafi formlega verið lokið í gær og það sent áfram til ákærusviðs. Rannsóknartími málsins var því aðeins um einn mánuður, en fáheyrt er að rannsóknir kynferðisbrota taki svo skamman tíma. Í skýrslu starfshóps Ríkissaksóknara um málsmeðferðartíma kynferðisbrota segir að meðalafgreiðslutími lokinna mála hjá í lögregluhluta kerfisins hafi verið 342,9 dagar árið 2021. Bylgja Hrönn segir að ýmislegt geti skýrt skamman rannsóknartíma en að hún geti ekki tjáð sig um einstök mál. Mál Alberts er sem áður segir komið á borð ákærusviðs. Þar verður ákveðið hvort það þarfnist frekari rannsóknar, rannsókn verði hætt eða það verði sent áfram til héraðssaksóknara til ákærumeðferðar. Kynferðisofbeldi Fótbolti Lögreglumál KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta staðfestir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Albert, sem leikur með Genóa á Ítalíu og öllu jöfnu íslenska karlalandsliðinu, var kærður fyrir kynferðisbrot um miðjan ágúst síðastliðinn og fær ekki að koma fram fyrir Íslands hönd á fyrr en mál hans hefur verið leitt til lykta. Albert hefur hefur hafnað öllum ásökunum um kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu til fjölmiðla þann 24. ágúst. Stuttur rannsóknartími Bylgja Hrönn segir að rannsókn á máli Alberts hafi formlega verið lokið í gær og það sent áfram til ákærusviðs. Rannsóknartími málsins var því aðeins um einn mánuður, en fáheyrt er að rannsóknir kynferðisbrota taki svo skamman tíma. Í skýrslu starfshóps Ríkissaksóknara um málsmeðferðartíma kynferðisbrota segir að meðalafgreiðslutími lokinna mála hjá í lögregluhluta kerfisins hafi verið 342,9 dagar árið 2021. Bylgja Hrönn segir að ýmislegt geti skýrt skamman rannsóknartíma en að hún geti ekki tjáð sig um einstök mál. Mál Alberts er sem áður segir komið á borð ákærusviðs. Þar verður ákveðið hvort það þarfnist frekari rannsóknar, rannsókn verði hætt eða það verði sent áfram til héraðssaksóknara til ákærumeðferðar.
Kynferðisofbeldi Fótbolti Lögreglumál KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira