Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2023 21:46 Í skýrslunni er fjallað um einelti, ofbeldi, vanvirðingu og kynþáttafordóma innan sveitarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. Í upphafi árs óskaði stjórn Sinfóníunnar eftir því að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á starfsemi hljómsveitarinnar. Sú úttekt birtist í dag. Þar segir meðal annars að samkvæmt upplýsingum úr starfsmannakönnun hafi vinnustaðamenning innan Sinfóníunnar veikst undanfarin ár. Þar spili inn í nokkur erfið starfsmannamál. Kannanirnar hafi sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Og þá séu vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Í skýrslunni kemur fram að almennt megi segja að meiri tortryggni ríki gagnvart stjórnendum meðal hljóðfæraleikara heldur en hjá starfsfólki á skrifstofu. Stjórn og framkvæmdastjórn hljómsveitarinnar hefur brugðist við með því að endurskoða feril um viðbrögð við einelti og ofbeldi. Ríkisendurskoðun segir að halda þurfi því áfram. Erfiður rekstur Farið er yfir víðara svið í skýrslunni. Þar er bent á að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið erfiður undanfarin ár. Til að mynda hafi heimfaraldurinn haft áhrif á aðsókn. Hlutfall sértekna af heildartekjum hafi fallið úr um 22 prósentum í um tíu prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður farið hækkandi á meðan fjárveitingar standa í stað. Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Í upphafi árs óskaði stjórn Sinfóníunnar eftir því að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á starfsemi hljómsveitarinnar. Sú úttekt birtist í dag. Þar segir meðal annars að samkvæmt upplýsingum úr starfsmannakönnun hafi vinnustaðamenning innan Sinfóníunnar veikst undanfarin ár. Þar spili inn í nokkur erfið starfsmannamál. Kannanirnar hafi sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Og þá séu vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Í skýrslunni kemur fram að almennt megi segja að meiri tortryggni ríki gagnvart stjórnendum meðal hljóðfæraleikara heldur en hjá starfsfólki á skrifstofu. Stjórn og framkvæmdastjórn hljómsveitarinnar hefur brugðist við með því að endurskoða feril um viðbrögð við einelti og ofbeldi. Ríkisendurskoðun segir að halda þurfi því áfram. Erfiður rekstur Farið er yfir víðara svið í skýrslunni. Þar er bent á að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið erfiður undanfarin ár. Til að mynda hafi heimfaraldurinn haft áhrif á aðsókn. Hlutfall sértekna af heildartekjum hafi fallið úr um 22 prósentum í um tíu prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður farið hækkandi á meðan fjárveitingar standa í stað. Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent