„Mann hefur dreymt um þessa stund“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2023 23:31 Arnór Smárason og liðsfélagar hans í ÍA fagna því að sigra Lengjudeildina 2023. Hafliði Breiðfjörð „Fyrst og fremst algjörlega frábært að enda þetta tímabil svona, fara beint upp í efstu deild þar sem manni sem Skagamanni finnst að Skaginn eigi að vera og það sem maður ólst upp við,“ sagði Arnór Smárason um frábæran endi ÍA á tímabilinu en liðið leikur í Bestu deild karla í knattspyrnu að ári. Hinn 35 ára gamli Arnór gekk í raðir Skagamanna í sumar eftir að hafa leikið með Val hér á landi frá árinu 2021. Þar áður hafði Arnór leikið sem atvinnumaður frá árinu 2004 þegar hann gekk til liðs við Heerenveen í Hollandi. Hann hefur einnig leikið í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Rússlandi. Nú er hann hins vegar kominn í heimahagana á Akranesi. „Klárlega voru þetta markmiðin fyrir tímabil og það er gaman að þeim markmiðum hafi verið náð í sumar. Núna pústum við aðeins, fögnum hóflega og svo byrjar bara vinna fyrir Bestu deildina á næstu ári sem er frábært fyrir bæ eins og Akranes,“ bætti Arnór við. ÍA tryggði endanlega toppsæti Lengjudeildar, og þar með sæti í Bestu deildinni árið 2024, með 4-1 sigri á Gróttu á laugardaginn var. Liðið byrjaði tímabilið þó ekki vel. „Það býr mikill karakter í þessu liði, liðsheildin góð en liðsheild byggst svolítið á því að vinna fótboltaleiki. Um leið og við fengum fyrsta var ekki aftur snúið. Meiri parturinn af liðinu eru Skagamenn eða menn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins og hafa alvöru Skagahjarta. Það er ómetanlegt í svona stöðu.“ „Eitt skref komið, núna er það næsta skref. Hvað ætlum við að gera? Að sjálfsögðu ætlum við að vera með og koma klúbbnum almennilega fyrir í deild þeirra bestu. Þetta er búið að vera upp og niður í allt of langan tíma.“ „Maður fann það þegar maður kom að það var ekkert rosalega mikið af þessum strákum sem höfðu unnið marga fótboltaleiki í mörg ár þar áður. Snýst líka um það að læra að vinna fótboltaleiki, og njóta þess. Að vera undir pressu eru forréttindi, snýst um að taka pressuna á sig og kassann út. Við höldum áfram þeirri vegferð hérna á Akranesi.“ Takk pic.twitter.com/udfvZJjVYt— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) September 16, 2023 Var trúin alltaf til staðar hjá Skagamönnum þrátt fyrir erfiða byrjun á sumrinu? „Við misstum aldrei trúnna. Öll samtöl milli þjálfara, leikmanna og stjórnar – sem ég er mjög ánægður með – það héldu allir ró. Við sáum alveg hvernig liðið var að spila og hvernig mynstrið var í þessu. Við vissum að þetta myndi byrja tikka á einhverjum tímapunkti, sem það sannarlega gerði.“ „Hrós á alla fyrir að hafa haldið ró og trúið því að við gætum snúið þessu við. Allt kredit á leikmenn liðsins fyrir það að hafa stigið upp. Byrjum ekki vel, menn stigu upp og það var ekki aftur snúið eftir það um leið og þetta fór að tikka. Frábær hópur sem ég veit að er hungraður í meira.“ Litli, fokking, gæinn pic.twitter.com/sZz1Kp3neW— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) September 16, 2023 Hvernig leið Arnóri eftir sigurinn á Gróttu þegar Bestu deildarsætið var í höfn? „Bara æðislega, mann hefur dreymt um þessa stund. Íslandsmeistaratitillinn var ekki í boði, fyrstu deildaritillinn var í boði og þá náttúrulega fögnum við honum.“ „Frábært að hafa fjölskylduna með sér í stúkunni. Fyrir mig, að koma aftur til uppeldisklúbbsins og vera partur af þessu er bara geðveikt. Þetta ýtir manni í að halda áfram og vilja enn meira.“ Besta deildin að ári, verður Arnór þar? „Ég reikna sterklega með því. Það hefur alltaf verið draumur í Bestu deild og nú fæ ég tækifæri til þess. Ég ætla að mæta stemmdur og við allir,“ sagði Arnór Smárason að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Arnór gekk í raðir Skagamanna í sumar eftir að hafa leikið með Val hér á landi frá árinu 2021. Þar áður hafði Arnór leikið sem atvinnumaður frá árinu 2004 þegar hann gekk til liðs við Heerenveen í Hollandi. Hann hefur einnig leikið í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Rússlandi. Nú er hann hins vegar kominn í heimahagana á Akranesi. „Klárlega voru þetta markmiðin fyrir tímabil og það er gaman að þeim markmiðum hafi verið náð í sumar. Núna pústum við aðeins, fögnum hóflega og svo byrjar bara vinna fyrir Bestu deildina á næstu ári sem er frábært fyrir bæ eins og Akranes,“ bætti Arnór við. ÍA tryggði endanlega toppsæti Lengjudeildar, og þar með sæti í Bestu deildinni árið 2024, með 4-1 sigri á Gróttu á laugardaginn var. Liðið byrjaði tímabilið þó ekki vel. „Það býr mikill karakter í þessu liði, liðsheildin góð en liðsheild byggst svolítið á því að vinna fótboltaleiki. Um leið og við fengum fyrsta var ekki aftur snúið. Meiri parturinn af liðinu eru Skagamenn eða menn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins og hafa alvöru Skagahjarta. Það er ómetanlegt í svona stöðu.“ „Eitt skref komið, núna er það næsta skref. Hvað ætlum við að gera? Að sjálfsögðu ætlum við að vera með og koma klúbbnum almennilega fyrir í deild þeirra bestu. Þetta er búið að vera upp og niður í allt of langan tíma.“ „Maður fann það þegar maður kom að það var ekkert rosalega mikið af þessum strákum sem höfðu unnið marga fótboltaleiki í mörg ár þar áður. Snýst líka um það að læra að vinna fótboltaleiki, og njóta þess. Að vera undir pressu eru forréttindi, snýst um að taka pressuna á sig og kassann út. Við höldum áfram þeirri vegferð hérna á Akranesi.“ Takk pic.twitter.com/udfvZJjVYt— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) September 16, 2023 Var trúin alltaf til staðar hjá Skagamönnum þrátt fyrir erfiða byrjun á sumrinu? „Við misstum aldrei trúnna. Öll samtöl milli þjálfara, leikmanna og stjórnar – sem ég er mjög ánægður með – það héldu allir ró. Við sáum alveg hvernig liðið var að spila og hvernig mynstrið var í þessu. Við vissum að þetta myndi byrja tikka á einhverjum tímapunkti, sem það sannarlega gerði.“ „Hrós á alla fyrir að hafa haldið ró og trúið því að við gætum snúið þessu við. Allt kredit á leikmenn liðsins fyrir það að hafa stigið upp. Byrjum ekki vel, menn stigu upp og það var ekki aftur snúið eftir það um leið og þetta fór að tikka. Frábær hópur sem ég veit að er hungraður í meira.“ Litli, fokking, gæinn pic.twitter.com/sZz1Kp3neW— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) September 16, 2023 Hvernig leið Arnóri eftir sigurinn á Gróttu þegar Bestu deildarsætið var í höfn? „Bara æðislega, mann hefur dreymt um þessa stund. Íslandsmeistaratitillinn var ekki í boði, fyrstu deildaritillinn var í boði og þá náttúrulega fögnum við honum.“ „Frábært að hafa fjölskylduna með sér í stúkunni. Fyrir mig, að koma aftur til uppeldisklúbbsins og vera partur af þessu er bara geðveikt. Þetta ýtir manni í að halda áfram og vilja enn meira.“ Besta deildin að ári, verður Arnór þar? „Ég reikna sterklega með því. Það hefur alltaf verið draumur í Bestu deild og nú fæ ég tækifæri til þess. Ég ætla að mæta stemmdur og við allir,“ sagði Arnór Smárason að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti