Ótrúleg tölfræði Brighton síðan De Zerbi tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2023 21:45 De Zerbi á hliðarlínunni á Old Trafford. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Brighton & Hove Albion batt enda á gott heimavallargengi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðin mættust á Old Trafford um liðna helgi. Brighton hefur byrjað tímabilið einkar vel en gengi liðsins undir stjórn Roberto de Zerbi hefur verið magnað. Hinn 44 ára gamli De Zerbi er fæddur í Róm á Ítalíu en hóf þó leikmannaferil sinn með AC Milan í Mílanó. Hann lék aldrei fyrir aðallið félagsins og flakkaði á milli misgóðra liða áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2013. Hann hóf þjálfaraferilinn sama ár og eftir að vinna sig upp á Ítalíu færði hann sig til Úkraínu árið 2021 þegar hann tók við Shakhtar Donetsk. Það var svo í september 2022 sem hann tók við Brighton eftir að Graham Potter færði sig yfir til Chelsea. Síðan þá hefur gengið Brighton verið hreint út sagt dæmalaust. Það eru ekki bara úrslitin sem eru góð heldur eru frammistöður liðsins að sama skapi undraverðar. „Þetta er hætt að koma okkur á óvart,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi miðjumaður Liverpool og núverandi sparkspekingur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day. „Það var auðvelt fyrir Brighton að stýra hraðanum í leiknum og halda í boltann. Brighton gerir þetta mjög vel. Þeir spila ekki aðeins stutt, ef það er svæði til að hlaupa í þá eru leikmenn liðsins tilbúnir til þess, og þeir eru með mikinn hraða. Þetta var mjög yfirveguð frammistaða,“ bætti Murphy við um sigurinn á Old Trafford. Þegar tölfræði liðsins undir stjórn De Zerbi er skoðuð þá er liðið í 3. sæti yfir skoruð mörk, 76 talsins. Liðið er í 1. sæti þegar kemur að skotum (624) og skotum á mark (244). Liðið er í 3. sæti yfir snertingar í teig andstæðinganna (1228), liðið er í 2. sæti þegar kemur að xG (74.7) og í 2. sæti þegar kemur að því að halda í boltann (62 prósent). Not bad at all for Roberto De Zerbi s first year at @OfficialBHAFC Here is how his side s stats rank in the Premier League since he joined the Seagulls pic.twitter.com/13YZoEX31P— Premier League (@premierleague) September 18, 2023 Stóra spurningin er hvort liðið haldi dampi út tímabilið en ef það raungerist stefnir allt í að Brighton spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Núverandi tímabil er þó rétt nýhafið og hlutirnir breytast hratt í fótboltaheiminum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Hinn 44 ára gamli De Zerbi er fæddur í Róm á Ítalíu en hóf þó leikmannaferil sinn með AC Milan í Mílanó. Hann lék aldrei fyrir aðallið félagsins og flakkaði á milli misgóðra liða áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2013. Hann hóf þjálfaraferilinn sama ár og eftir að vinna sig upp á Ítalíu færði hann sig til Úkraínu árið 2021 þegar hann tók við Shakhtar Donetsk. Það var svo í september 2022 sem hann tók við Brighton eftir að Graham Potter færði sig yfir til Chelsea. Síðan þá hefur gengið Brighton verið hreint út sagt dæmalaust. Það eru ekki bara úrslitin sem eru góð heldur eru frammistöður liðsins að sama skapi undraverðar. „Þetta er hætt að koma okkur á óvart,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi miðjumaður Liverpool og núverandi sparkspekingur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day. „Það var auðvelt fyrir Brighton að stýra hraðanum í leiknum og halda í boltann. Brighton gerir þetta mjög vel. Þeir spila ekki aðeins stutt, ef það er svæði til að hlaupa í þá eru leikmenn liðsins tilbúnir til þess, og þeir eru með mikinn hraða. Þetta var mjög yfirveguð frammistaða,“ bætti Murphy við um sigurinn á Old Trafford. Þegar tölfræði liðsins undir stjórn De Zerbi er skoðuð þá er liðið í 3. sæti yfir skoruð mörk, 76 talsins. Liðið er í 1. sæti þegar kemur að skotum (624) og skotum á mark (244). Liðið er í 3. sæti yfir snertingar í teig andstæðinganna (1228), liðið er í 2. sæti þegar kemur að xG (74.7) og í 2. sæti þegar kemur að því að halda í boltann (62 prósent). Not bad at all for Roberto De Zerbi s first year at @OfficialBHAFC Here is how his side s stats rank in the Premier League since he joined the Seagulls pic.twitter.com/13YZoEX31P— Premier League (@premierleague) September 18, 2023 Stóra spurningin er hvort liðið haldi dampi út tímabilið en ef það raungerist stefnir allt í að Brighton spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Núverandi tímabil er þó rétt nýhafið og hlutirnir breytast hratt í fótboltaheiminum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira