Mikilvægast að segja satt um læknamistök og gera það strax Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 22:42 Stian Westad er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Árið 2013 gerði hann mistök þegar hann tók á móti barni, með þeim afleiðingum að barnið lést. Síðan þá hefur hann tekið á móti tveimur öðrum börnum sömu foreldra. Hann segir heiðarleika og tafarlausa viðurkenningu á mistökum það mikilvægasta sem heilbrigðisstarfsfólk geti gert. Vísir/Steingrímur Dúi Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni. Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira