Enski boltinn

„Við vorum skil­virkir og við vorum þolin­móðir“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep á hliðarlínunni í dag.
Pep á hliðarlínunni í dag. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY

Pep Guardiola var himinlifandi með 3-1 sigur Englandsmeistara Manchester City á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Meistararnir lentu undir en komu til baka og var Pep mjög sáttur með sigurinn enda Man City áfram með fullt hús stiga.

„Við spiluðum frábærlega allan leikinn, meira að segja þegar við vorum að tapa í hálfleik gegn ótrúlegu liði sem er mjög gott þegar kemur að föstum leikatriðum. Við vorum skilvirkir og við vorum þolinmóðir í síðari í hálfleik. Þetta var stór sigur eftir landsleikjahléið. Liðið sýndi góðan anda.“

Pep fór í aðgerð á baki og missti af síðasta leik Man City. 

„Ég vill án efa frekar vera hér heldur en í aðgerð, það er deginum ljósara.“

Jeremy Doku gekk í raðir Man City í sumar og skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið í dag.

„Ég myndi segja að í fyrsta leiknum hafi hann verið feiminn en í dag var hann það alls ekki, þetta var ótrúlegur leikur. Hann er alvöru vængmaður, að keyra með boltann og eiginleikinn að fara á menn í stöðunni einn á einn. Ekki bara það, hann hefur hæfileika til að vita hvenær hann á að gefa á næsta mann. Ég var mjög ánægður, þetta var mjög góð frammistaða hjá Jeremy.“

„Við erum vanir því. Nú er það hvíld og svo Meistaradeild Evrópu, þurfum að verja krúnuna. Einn leikur í einu, nú jöfnum við okkur og svo verða allir tilbúnir,“ sagði Pep að lokum þegar hann var spurður út í leik liðsins í Meistaradeildinni í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×