Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Systir íslensks manns sem hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu, tæpri viku eftir að hann átti að koma aftur heim, segir fjölskylduna vera miður sín, en haldi í vonina. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá eru fimm hundruð á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og byggja þarf ígildi níu hjúkrunarheimila bara í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun í elstu hópunum. Forstjóri Sóltúns segir tímann að renna út í málum aldraðra.

Við kíktum á æfingu eins frægasta körfuboltaliðs heims, Harlem Globetrotters. Þeir eru staddir hér á landi og leika listir sínar í Laugardalshöll á morgun. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×