Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 17:31 Þær Misa Rodriguez, Alexia Putellas, Irene Paredes, Mariona Caldentey, Jennifer Hermoso og Laia Codina gefa ekki kost á sér í næsta verkefni Spánar. Maddie Meyer/Getty Images Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. Heimsmeistararnir ætluðuí dag að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Svíþjóð og Sviss í Þjóðadeild Evrópu en þar sem 39 landsliðskonur eru enn í verkfalli hefur verið ákveðið að fresta tilkynningu hópsins. Rubiales var í dag dæmdur í nálgunarbann og má ekki hafa samband við Jenni Hermoso, leikmanninn sem hann kyssti óumbeðinn á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari. Athenea del Castillo og Claudia Zornoza voru þær einu sem voru hluti af leikmannahópnum á HM sem skrifuðu ekki undir bréfið. Sú síðarnefnda tilkynnti síðar að hún væri hætt að spila með landsliðinu. Landsliðskonurnar sendu frá sér bréf þar sem kemur fram að þær eru gríðarlega óánægðar með framgöngu spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar HM. #SeAcabó pic.twitter.com/tV49CkOq4F— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 15, 2023 Þó Rubiales og Vilda séu ekki lengur í starfi finnst leikmönnunum að allir forsetar sambandsins ættu að segja af sér eftir og vilja sjá endurskipulagningu á öllu sem við kemur kvennaknattspyrnu hjá spænska sambandinu. Að endingu tóku þær fram að það fylli þær stolti að spila fyrir þjóð sína. Það sé ástæðan fyrir því að þær séu að berjast gegn aðstæðum og starfsháttum sem hvorki eiga rétt á sér innan fótboltans né samfélaginu sem þær búi í. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Heimsmeistararnir ætluðuí dag að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Svíþjóð og Sviss í Þjóðadeild Evrópu en þar sem 39 landsliðskonur eru enn í verkfalli hefur verið ákveðið að fresta tilkynningu hópsins. Rubiales var í dag dæmdur í nálgunarbann og má ekki hafa samband við Jenni Hermoso, leikmanninn sem hann kyssti óumbeðinn á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari. Athenea del Castillo og Claudia Zornoza voru þær einu sem voru hluti af leikmannahópnum á HM sem skrifuðu ekki undir bréfið. Sú síðarnefnda tilkynnti síðar að hún væri hætt að spila með landsliðinu. Landsliðskonurnar sendu frá sér bréf þar sem kemur fram að þær eru gríðarlega óánægðar með framgöngu spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar HM. #SeAcabó pic.twitter.com/tV49CkOq4F— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 15, 2023 Þó Rubiales og Vilda séu ekki lengur í starfi finnst leikmönnunum að allir forsetar sambandsins ættu að segja af sér eftir og vilja sjá endurskipulagningu á öllu sem við kemur kvennaknattspyrnu hjá spænska sambandinu. Að endingu tóku þær fram að það fylli þær stolti að spila fyrir þjóð sína. Það sé ástæðan fyrir því að þær séu að berjast gegn aðstæðum og starfsháttum sem hvorki eiga rétt á sér innan fótboltans né samfélaginu sem þær búi í.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira