„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2023 19:01 Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari. Vísir/Arnar Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn