Meistararnir enn með fullt hús stiga eftir endurkomusigur Aron Guðmundsson skrifar 16. september 2023 16:03 Erling Braut Haaland skoraði þriðja mark City í dag. Justin Setterfield/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City unnu góðan 3-1 útisigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir mikla yfirburði gestanna voru það heimamenn í West Ham sem tóku forystuna með marki frá James Ward-Prowse á 36. mínútu og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir voru þó ekkert að slóra í síðari hálfleik því Jérémy Doku jafnaði metin fyrir City eftir aðeins nokkrar sekúndur. Bernanrdo Silva kom meisturunum svo í forystu á 76. mínútu áður en norska markamaskínan Erling Braut Haaland gulltryggði sigurinn tíu mínútum síðar. Manchester City er nú með 15 stig af 15 mögulegum eftir fimm umferðir, fimm stigum meira en West Ham sem situr í sjötta sæti deildarinnar. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City unnu góðan 3-1 útisigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir mikla yfirburði gestanna voru það heimamenn í West Ham sem tóku forystuna með marki frá James Ward-Prowse á 36. mínútu og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir voru þó ekkert að slóra í síðari hálfleik því Jérémy Doku jafnaði metin fyrir City eftir aðeins nokkrar sekúndur. Bernanrdo Silva kom meisturunum svo í forystu á 76. mínútu áður en norska markamaskínan Erling Braut Haaland gulltryggði sigurinn tíu mínútum síðar. Manchester City er nú með 15 stig af 15 mögulegum eftir fimm umferðir, fimm stigum meira en West Ham sem situr í sjötta sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti