Ten Hag um Sancho: „Kúltúrinn innan félagsins var ekki góður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2023 14:30 Jadon Sancho og Erik ten Hag þegar sambandið milli þeirra var öllu betra en nú. getty/Martin Rickett Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann hafi þurft að stíga fast til jarðar hjá félaginu og innleiða aga hjá því. Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Mikið hefur gengið á hjá United að undanförnu, aðallega utan vallar, og Ten Hag var skiljanlega spurður út í Harry Maguire, Antony og Jadon Sancho. Sá síðastnefndi skammaðist út í Ten Hag á Twitter eftir að hann var ekki í leikmannahópi United í leiknum gegn Arsenal. Í gær sendi United svo frá sér yfirlýsingu þess efnis að Sancho fengi ekki að æfa með aðalliði félagins. „Jadon Sancho mun æfa einn, fjarri aðalliði félagsins þar til lausn finnst á máli varðandi agabrot hans,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu United. „Ég var beðinn um að setja strangar reglur því kúltúrinn í félaginu fyrir síðasta tímabil var ekki nógu góður. Ég þurfti að setja gott fordæmi,“ sagði Ten Hag. „Það er aldrei þannig að einhver geri ein mistök. Það er aðdragandi að ákvörðun varðandi agareglur. Þú verður að standa í lappirnar.“ Antony hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana þriggja kvenna um ofbeldi sem hann á að hafa beitt þær. Ten Hag sagðist ekki hafa hugmynd um hvenær Brassinn myndi snúa aftur. „Hann er vonsvikinn en hann er í lagi,“ sagði Ten Hag er hann var spurður hvort hann hefði heyrt í Antony. Ten Hag fékk einnig spurningar um Harry Maguire, fyrrverandi fyrirliða United. sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði, svo mjög að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, fékk nóg og tók til varna fyrir sinn mann. Ten Hag hjó í sama knérunn á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef margoft sagt að þetta sé vanvirðandi. Hann á þetta ekki skilið. Hann er frábær leikmaður og hefur margoft spilað frábærlega,“ sagði Hollendingurinn. „Hann þarf að reyna að útiloka þetta með því að standa sig. Þetta á ekki rétt á sér. Hann hefur átt flottan feril og á enn nóg eftir.“ United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Mikið hefur gengið á hjá United að undanförnu, aðallega utan vallar, og Ten Hag var skiljanlega spurður út í Harry Maguire, Antony og Jadon Sancho. Sá síðastnefndi skammaðist út í Ten Hag á Twitter eftir að hann var ekki í leikmannahópi United í leiknum gegn Arsenal. Í gær sendi United svo frá sér yfirlýsingu þess efnis að Sancho fengi ekki að æfa með aðalliði félagins. „Jadon Sancho mun æfa einn, fjarri aðalliði félagsins þar til lausn finnst á máli varðandi agabrot hans,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu United. „Ég var beðinn um að setja strangar reglur því kúltúrinn í félaginu fyrir síðasta tímabil var ekki nógu góður. Ég þurfti að setja gott fordæmi,“ sagði Ten Hag. „Það er aldrei þannig að einhver geri ein mistök. Það er aðdragandi að ákvörðun varðandi agareglur. Þú verður að standa í lappirnar.“ Antony hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana þriggja kvenna um ofbeldi sem hann á að hafa beitt þær. Ten Hag sagðist ekki hafa hugmynd um hvenær Brassinn myndi snúa aftur. „Hann er vonsvikinn en hann er í lagi,“ sagði Ten Hag er hann var spurður hvort hann hefði heyrt í Antony. Ten Hag fékk einnig spurningar um Harry Maguire, fyrrverandi fyrirliða United. sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði, svo mjög að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, fékk nóg og tók til varna fyrir sinn mann. Ten Hag hjó í sama knérunn á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef margoft sagt að þetta sé vanvirðandi. Hann á þetta ekki skilið. Hann er frábær leikmaður og hefur margoft spilað frábærlega,“ sagði Hollendingurinn. „Hann þarf að reyna að útiloka þetta með því að standa sig. Þetta á ekki rétt á sér. Hann hefur átt flottan feril og á enn nóg eftir.“ United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira