Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 20:43 Vilhjálmur Birgisson og Sigríður Margrét Oddsdóttir. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. Rætt var við þau Sigríði og Vilhjálm í Reykjavík síðdegis í dag. Meðal annars var talað um fjárlagafrumvarpið og komandi vetur. Sigríður sagði að verið væri að skoða fjárlagafrumvarpið nánar innan veggja SA en almennt sé jákvætt að mikil efnahagsumsvif hafi jákvæð áhrif á ríkissjóð. Hins vegar sé leitt að einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins sé vaxtakostnaður. „Við þess vegna fram á það að dæmigert heimili, með fjóra í heimili, sé á næsta ári að borga einhverja milljón krónur í vaxtakostnað,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að almennt væri umhverfið mjög krefjandi þessa dagana. Til dæmis væru tveir þriðju þeirrar útgjaldaaukningu sem fjallað væri um í fjárlagafrumvarpinu vegna launa og verðlagsbreytinga. „Það bara undirstrikar mikilvægi þessa verkefni sem við Vilhjálmur erum með á bakinu,“ sagði Sigríður. Segir heilmikið vanta Vilhjálmur sagði heilmikið vanta í frumvarpið. Ekkert væri í því sem gerði það að verkum að hægt væri að vera bjartsýnn á að hægt væri að ná langtímasamningum. Ljóst væri að stjórnvöld þyrftu að hafa umtalsverða aðkomu að komandi kjarasamningum ef takast ætti að ná samningum til langs tíma. Ekkert í fjárlagafrumvarpinu gæfi til kynna að ríkisstjórnin ætlaði að gera það. Hann sagði að allir hér á landi finndu fyrir því hvernig verðlag hafði rokið upp. Það þyrfti að koma til móts við barnafjölskyldur með hærri barnabótum. Það þyrfti að lækka skattbyrði á þá tekjulægstu og millitekjufólk. Það þyrfti að koma eðlilegum fjármálamarkaði á hér á landi, þar sem fólk færi sambærileg launakjör og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og, í svona hárri verðbólgu og háu vaxtastigi, þá verða fyrirtækin að draga úr arðsemi sinni til að taka þátt í því að ná verðbólgunni niður,“ sagði Vilhjálmur. „Það eru fjölmörg önnur atriði“ Þar nefndi hann til að mynda háan kostnað sem fólk á landsbyggðinni þyrfti að leggja út til að sækja sér læknisþjónustu. Hlusta má á samræðurnar í spilaranum hér að neðan. Ljóst að fólk mun ekki ráða við hækkunina Þá tók Vilhjálmur undir það að slæmt væri að ríkið væri að greiða svo mikið í vaxtakostnað og nefndi hann 111 milljarða króna og minnti hann að það væri meira en kostaði að reka Landspítalann á ári. „Það liggur fyrir að á næsta ári er að skella á sex hundruð milljarða stafli á íslensk heimili, þar sem að fólk er að fara úr föstum vöxtum yfir í breytilega vexti. Það mun þýða hundrað prósent hækkun hjá fólki hvað varðar þann vaxtakostnað og það er alveg ljóst að fólk mun ekkert ráða við það.“ Vilhjálmur sagði ekkert talað um þetta í fjárlagafrumvarpinu eða hvernig ætti að standa við bakið á heimilunum í landinu. Hann sagðist svo hafa heyrt fjármálaráðherra segja að ríkið ætti ekki að koma að gerð kjarasamninga og minnti á að ríkið hefði varið 450 milljarða til að styðja við atvinnulífið og launafólk með alls konar styrkjum og lánum. „Þá var veskið bara galopið hjá ríkissjóði, til að koma til móts við atvinnulífið,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að nú virtist sem ekki væri áhugi á því. „Nú þurfa stjórnvöld að hugsa málið þannig: „Hvernig ætlum við að komast hjá því að heimilin lendi hér í gríðarlegum vanda?““ Hann sagði þetta eiga einnig við SA og sveitarfélögin og sagði að ef þessir aðilar finndu engin svör væri hann hræddur um að íslenskur vinnumarkaður „muni loga hér allur í verkföllum í upphafi næsta árs.“ Þurfa að vera samtaka og skynsöm Sigríður sagði Vilhjálm benda á kjarna þess vanda sem þau stæðu frammi fyrir og það væri ekki hægt að leysa úr honum án þess að vera samtaka og í senn skynsöm. „Það er ólíðandi bæði fyrir fyrirtæki, sem í flestum tilfellum á Íslandi eru lítil og meðalstór, að búa við það að verðbólga sé um átta prósent og við séum með stýrivexti sem að eru 9,25 prósent. Þessi staða kemur sér jafn illa fyrir fyrirtæki eins og fyrir heimili.“ Hún sagði það skipta öllu máli í komandi kjaraviðræðum að ná skynsömum samningum sem innistaða væri fyrir hjá fyrirtækjum. Ef laun hækkuðu umfram það sem innistaða væri fyrir, væri ljóst hvaða afleiðingar það hefði. Hún sagði fyrirtæki hafa sýnt ábyrgð hingað til. Hagnaður margra fyrirtækja á markaði væru að dragast saman um tuttugu prósent. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Rætt var við þau Sigríði og Vilhjálm í Reykjavík síðdegis í dag. Meðal annars var talað um fjárlagafrumvarpið og komandi vetur. Sigríður sagði að verið væri að skoða fjárlagafrumvarpið nánar innan veggja SA en almennt sé jákvætt að mikil efnahagsumsvif hafi jákvæð áhrif á ríkissjóð. Hins vegar sé leitt að einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins sé vaxtakostnaður. „Við þess vegna fram á það að dæmigert heimili, með fjóra í heimili, sé á næsta ári að borga einhverja milljón krónur í vaxtakostnað,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að almennt væri umhverfið mjög krefjandi þessa dagana. Til dæmis væru tveir þriðju þeirrar útgjaldaaukningu sem fjallað væri um í fjárlagafrumvarpinu vegna launa og verðlagsbreytinga. „Það bara undirstrikar mikilvægi þessa verkefni sem við Vilhjálmur erum með á bakinu,“ sagði Sigríður. Segir heilmikið vanta Vilhjálmur sagði heilmikið vanta í frumvarpið. Ekkert væri í því sem gerði það að verkum að hægt væri að vera bjartsýnn á að hægt væri að ná langtímasamningum. Ljóst væri að stjórnvöld þyrftu að hafa umtalsverða aðkomu að komandi kjarasamningum ef takast ætti að ná samningum til langs tíma. Ekkert í fjárlagafrumvarpinu gæfi til kynna að ríkisstjórnin ætlaði að gera það. Hann sagði að allir hér á landi finndu fyrir því hvernig verðlag hafði rokið upp. Það þyrfti að koma til móts við barnafjölskyldur með hærri barnabótum. Það þyrfti að lækka skattbyrði á þá tekjulægstu og millitekjufólk. Það þyrfti að koma eðlilegum fjármálamarkaði á hér á landi, þar sem fólk færi sambærileg launakjör og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og, í svona hárri verðbólgu og háu vaxtastigi, þá verða fyrirtækin að draga úr arðsemi sinni til að taka þátt í því að ná verðbólgunni niður,“ sagði Vilhjálmur. „Það eru fjölmörg önnur atriði“ Þar nefndi hann til að mynda háan kostnað sem fólk á landsbyggðinni þyrfti að leggja út til að sækja sér læknisþjónustu. Hlusta má á samræðurnar í spilaranum hér að neðan. Ljóst að fólk mun ekki ráða við hækkunina Þá tók Vilhjálmur undir það að slæmt væri að ríkið væri að greiða svo mikið í vaxtakostnað og nefndi hann 111 milljarða króna og minnti hann að það væri meira en kostaði að reka Landspítalann á ári. „Það liggur fyrir að á næsta ári er að skella á sex hundruð milljarða stafli á íslensk heimili, þar sem að fólk er að fara úr föstum vöxtum yfir í breytilega vexti. Það mun þýða hundrað prósent hækkun hjá fólki hvað varðar þann vaxtakostnað og það er alveg ljóst að fólk mun ekkert ráða við það.“ Vilhjálmur sagði ekkert talað um þetta í fjárlagafrumvarpinu eða hvernig ætti að standa við bakið á heimilunum í landinu. Hann sagðist svo hafa heyrt fjármálaráðherra segja að ríkið ætti ekki að koma að gerð kjarasamninga og minnti á að ríkið hefði varið 450 milljarða til að styðja við atvinnulífið og launafólk með alls konar styrkjum og lánum. „Þá var veskið bara galopið hjá ríkissjóði, til að koma til móts við atvinnulífið,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að nú virtist sem ekki væri áhugi á því. „Nú þurfa stjórnvöld að hugsa málið þannig: „Hvernig ætlum við að komast hjá því að heimilin lendi hér í gríðarlegum vanda?““ Hann sagði þetta eiga einnig við SA og sveitarfélögin og sagði að ef þessir aðilar finndu engin svör væri hann hræddur um að íslenskur vinnumarkaður „muni loga hér allur í verkföllum í upphafi næsta árs.“ Þurfa að vera samtaka og skynsöm Sigríður sagði Vilhjálm benda á kjarna þess vanda sem þau stæðu frammi fyrir og það væri ekki hægt að leysa úr honum án þess að vera samtaka og í senn skynsöm. „Það er ólíðandi bæði fyrir fyrirtæki, sem í flestum tilfellum á Íslandi eru lítil og meðalstór, að búa við það að verðbólga sé um átta prósent og við séum með stýrivexti sem að eru 9,25 prósent. Þessi staða kemur sér jafn illa fyrir fyrirtæki eins og fyrir heimili.“ Hún sagði það skipta öllu máli í komandi kjaraviðræðum að ná skynsömum samningum sem innistaða væri fyrir hjá fyrirtækjum. Ef laun hækkuðu umfram það sem innistaða væri fyrir, væri ljóst hvaða afleiðingar það hefði. Hún sagði fyrirtæki hafa sýnt ábyrgð hingað til. Hagnaður margra fyrirtækja á markaði væru að dragast saman um tuttugu prósent.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira