Ekki sami sjarmi en stoltið mikið Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2023 13:00 Arna Sif er stolt af Valsliðinu en segir vissulega öðruvísi að tryggja titilinn ekki á vellinum. Vísir/Vilhelm Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa. „Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
„Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira