Ekki sami sjarmi en stoltið mikið Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2023 13:00 Arna Sif er stolt af Valsliðinu en segir vissulega öðruvísi að tryggja titilinn ekki á vellinum. Vísir/Vilhelm Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa. „Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira