Heimsmeistari tekur við af heimsmeistara Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2023 23:01 Fabio Grosso tekur nú við sem þjálfari Lyon. Hér sést hann í leik með liðinu árið 2008. Nordic Photos / AFP Laurent Blanc var á dögunum rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Lyon. Ítalski þjálfarinn og fyrrum leikmaðurinn Fabio Grosso tekur við af honum. Laurent Blanc er fyrrum landsliðsmaður Frakklands og vann bæði Evrópu- og heimsmeistaratitil fyrir landið. Hann var ráðinn til starfa hjá Lyon í október í fyrra og stýrði liðinu til 7. sætis í deildinni. Það dugði ekki til að ná sæti í Evrópukeppni, sem var mikið áfall fyrir liðið og gerði slæma fjárhagsstöðu félagsins enn verri. Lyon neyddist til að selja fjölda leikmanna í sumar og misstu frítt frá sér stjörnur á borð við Hassem Aouar, Moussa Dembelé og Toko-Ekambi. Liðið fór því mjög laskað inn í þetta tímabil, hefur aðeins náð 1 stigi í fyrstu fjórum leikjum sínum og situr í neðsta sæti frönsku deildarinnar. Beðið er eftir formlegri tilkynningu frá félaginu en Fabrizio Romano staðfestir á Twitter síðu sinni að fyrrum landsliðsmaður Ítala, Fabio Grosso, sé að taka við liðinu. Fabio Grosso to Olympique Lyon as new head coach, here we go! Agreement in place tonight, now waiting to prepare documents, formal details and get it signed 🔵🔴🇮🇹 #OLJohn Textor wanted Grosso as surprise candidate — 1st call by @hugoguillemet, now almost done. pic.twitter.com/m6k7uuOEc2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2023 Fabio Grosso var hetja Ítala á HM 2006, setti sigurmarkið í undanúrslitaleik og skoraði svo úr vítaspyrnunni sem tryggði þeim heimsmeistaratitilinn. Grosso spilaði svo með Lyon árin 2007–2009. Hann þjálfaði Frosinone á síðasta tímabili og tókst að stýra þeim upp í efstu deild á Ítalíu. Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Laurent Blanc er fyrrum landsliðsmaður Frakklands og vann bæði Evrópu- og heimsmeistaratitil fyrir landið. Hann var ráðinn til starfa hjá Lyon í október í fyrra og stýrði liðinu til 7. sætis í deildinni. Það dugði ekki til að ná sæti í Evrópukeppni, sem var mikið áfall fyrir liðið og gerði slæma fjárhagsstöðu félagsins enn verri. Lyon neyddist til að selja fjölda leikmanna í sumar og misstu frítt frá sér stjörnur á borð við Hassem Aouar, Moussa Dembelé og Toko-Ekambi. Liðið fór því mjög laskað inn í þetta tímabil, hefur aðeins náð 1 stigi í fyrstu fjórum leikjum sínum og situr í neðsta sæti frönsku deildarinnar. Beðið er eftir formlegri tilkynningu frá félaginu en Fabrizio Romano staðfestir á Twitter síðu sinni að fyrrum landsliðsmaður Ítala, Fabio Grosso, sé að taka við liðinu. Fabio Grosso to Olympique Lyon as new head coach, here we go! Agreement in place tonight, now waiting to prepare documents, formal details and get it signed 🔵🔴🇮🇹 #OLJohn Textor wanted Grosso as surprise candidate — 1st call by @hugoguillemet, now almost done. pic.twitter.com/m6k7uuOEc2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2023 Fabio Grosso var hetja Ítala á HM 2006, setti sigurmarkið í undanúrslitaleik og skoraði svo úr vítaspyrnunni sem tryggði þeim heimsmeistaratitilinn. Grosso spilaði svo með Lyon árin 2007–2009. Hann þjálfaði Frosinone á síðasta tímabili og tókst að stýra þeim upp í efstu deild á Ítalíu.
Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira