Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2023 12:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fjárlagafrumvarpið gera lítið fyrir komandi kjaraviðræður. Vísir/Vilhelm Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS. Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira