Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2023 12:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fjárlagafrumvarpið gera lítið fyrir komandi kjaraviðræður. Vísir/Vilhelm Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS. Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira