Ólafur Sólmann, skrifstofustjóri upplýsingatækniþjónustu, segir í samtali við Vísi að netþjónn sem hafði verið að gefa út IP-tölur sé hættur að gefa þær út. Vandinn sé aðallega bundinn við fartölvur sem hafi ekki verið tengdar netinu. Tölvur sem voru með nettengingu í gærkvöldi, áður en bilunin varð, komist enn á netið.
Ólafur segir enn verið að átta sig á því hve víðtæk bilunin sé, hvort hún nái um alla borg og til allra starfstöðva. Tilkynningar berist alls staðar að. Hann segir vandamálið undir smásjá sérfræðinga, hafi verið síðan í morgun og vonandi finnist lausn sem fyrst.