Ljósleiðaradeildin: Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld og er ekki spáð titlinum Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 17:00 Lið Atlantic tók stórmeistaratitilinn í fyrra Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Samkvæmt spánni fyrir komandi tímabil munu ríkjandi stórmeistarar í liði Atlantic ekki verja titil sinn en liðið mætir fyrrum liðsfélaga í viðureign sinni gegn Tension í kvöld. „Þetta er Íslandsmótið í CS:GO sem er, leyfi ég mér að segja, stærsti rafíþróttaleikurinn á Íslandi og sá leikur sem á hve mesta hefð í rafíþróttum hér á landi,“ segir Tómas Jóhannsson, sem mun lýsa herlegheitunum í deildinni á Stöð 2 Esports. „Við erum að fara fá frábæra sýningu frá okkar bestu spilurum í þessu leik næstu mánuðina og allt fran á næsta ár.“ Tíu bestu lið landsins mætast nú næstu mánuðina í efstu deild í hefðbundinni deildarkeppni þar sem að öll lið munu spila tvisvar á móti hvort öðru. „Efstu fjögur lið deildarinnar að aflokinni deildarkeppninni tryggja sér beint sæti á stórmeistaramótinu en einnig mun fara fram umspilsmót fyrir restina af liðunum á landinu. Allt í allt í öllum mótum CS:GO hér á landi erum við með um 70 lið að taka þátt. Þetta er orðin risastór íþrótt hér á landi.“ Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Maður er farinn að verða meira var við alvöruna í þessu hjá þeim liðum sem eru að mæta til leiks. Umgjörðin er alltaf að vera betri í kringum þetta sem og hjá liðunum sjálfum.“ Lið Atlantic er ríkjandi stórmeistari í CS:GO, eru meistararnir að fara verja titil sinn? „Í byrjun hvers tímabils hitti ég á leikmenn úr öllum liðum og tek á þeim púlsinn, fæ þá til að spá fyrir um úrslitin á komandi tímabili. Í spánni fyrir komandi tímabil er lið Atlantic spáð 3. sæti. Dusty er spáð titlinum í ár, lið Þórs 2. sæti og svo Atlantic í fyrra. Það hafa mikið af breytingum á sér stað á leikmannamarkaðnum í deildinni milli tímabila. Atlantic missa frá sér tvær helstu stjörnur sínar og þurftu að taka inn nýja leikmenn. Þeim er þó treyst fyrir þriðja sætinu og verður forvitnilegt að sjá hvernig tímabilið þróast.“ Liðaspáin fyrir Ljósleiðaradeildina í CS:GO 2023/2024: Dusty 78 stig Þór 71 stig Atlantic 67 stig Ármann 56 stig Tension 46 stig -7. FH 33 stig (6.-7.) SAGA 33 stig Breiðablik 31 stig ÍA 25 stig ÍBV 11 stig Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Klukkan 19:30 hefst viðureign ríkjandi stórmeistara Atlantic og Tension. Er þar á ferðinni afar áhugaverð viðureign en Tension fengu stjórstjörnu Atlantic yfir til sín í sumarhléinu. Klukkan 20:30 hefst síðan viðureign Ármann og Þór en þar mætast liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar í fyrra. Veislan heldur síðan áfram á fimmtudaginn kemur þegar að þrjár viðureignir verða á dagskrá deildarinnar. Klukkan 19:30 mætast lið Breiðabliks og Dusty. Dusty eru ríkjandi deildarmeistarar og spáð stórmeistaratitlinum í ár en liðið mætir til leiks í ár með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Klukkan 20:30 er á dagskrá viðureign ÍBV og ÍA en liðunum er spáð strembnu gengi í ár. Svo klukkan 21:30 mætast FH og SAGA en liðin fengu nákvæmlega sama stigafjölda í spánni fyrir tímabil í 6.-7. sæti og verður áhugavert að sjá hvort liðið hefur betur á fimmtudaginn. Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Við hefjum beina útsendingu klukkan 19:20. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
„Þetta er Íslandsmótið í CS:GO sem er, leyfi ég mér að segja, stærsti rafíþróttaleikurinn á Íslandi og sá leikur sem á hve mesta hefð í rafíþróttum hér á landi,“ segir Tómas Jóhannsson, sem mun lýsa herlegheitunum í deildinni á Stöð 2 Esports. „Við erum að fara fá frábæra sýningu frá okkar bestu spilurum í þessu leik næstu mánuðina og allt fran á næsta ár.“ Tíu bestu lið landsins mætast nú næstu mánuðina í efstu deild í hefðbundinni deildarkeppni þar sem að öll lið munu spila tvisvar á móti hvort öðru. „Efstu fjögur lið deildarinnar að aflokinni deildarkeppninni tryggja sér beint sæti á stórmeistaramótinu en einnig mun fara fram umspilsmót fyrir restina af liðunum á landinu. Allt í allt í öllum mótum CS:GO hér á landi erum við með um 70 lið að taka þátt. Þetta er orðin risastór íþrótt hér á landi.“ Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Maður er farinn að verða meira var við alvöruna í þessu hjá þeim liðum sem eru að mæta til leiks. Umgjörðin er alltaf að vera betri í kringum þetta sem og hjá liðunum sjálfum.“ Lið Atlantic er ríkjandi stórmeistari í CS:GO, eru meistararnir að fara verja titil sinn? „Í byrjun hvers tímabils hitti ég á leikmenn úr öllum liðum og tek á þeim púlsinn, fæ þá til að spá fyrir um úrslitin á komandi tímabili. Í spánni fyrir komandi tímabil er lið Atlantic spáð 3. sæti. Dusty er spáð titlinum í ár, lið Þórs 2. sæti og svo Atlantic í fyrra. Það hafa mikið af breytingum á sér stað á leikmannamarkaðnum í deildinni milli tímabila. Atlantic missa frá sér tvær helstu stjörnur sínar og þurftu að taka inn nýja leikmenn. Þeim er þó treyst fyrir þriðja sætinu og verður forvitnilegt að sjá hvernig tímabilið þróast.“ Liðaspáin fyrir Ljósleiðaradeildina í CS:GO 2023/2024: Dusty 78 stig Þór 71 stig Atlantic 67 stig Ármann 56 stig Tension 46 stig -7. FH 33 stig (6.-7.) SAGA 33 stig Breiðablik 31 stig ÍA 25 stig ÍBV 11 stig Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Klukkan 19:30 hefst viðureign ríkjandi stórmeistara Atlantic og Tension. Er þar á ferðinni afar áhugaverð viðureign en Tension fengu stjórstjörnu Atlantic yfir til sín í sumarhléinu. Klukkan 20:30 hefst síðan viðureign Ármann og Þór en þar mætast liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar í fyrra. Veislan heldur síðan áfram á fimmtudaginn kemur þegar að þrjár viðureignir verða á dagskrá deildarinnar. Klukkan 19:30 mætast lið Breiðabliks og Dusty. Dusty eru ríkjandi deildarmeistarar og spáð stórmeistaratitlinum í ár en liðið mætir til leiks í ár með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Klukkan 20:30 er á dagskrá viðureign ÍBV og ÍA en liðunum er spáð strembnu gengi í ár. Svo klukkan 21:30 mætast FH og SAGA en liðin fengu nákvæmlega sama stigafjölda í spánni fyrir tímabil í 6.-7. sæti og verður áhugavert að sjá hvort liðið hefur betur á fimmtudaginn. Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Við hefjum beina útsendingu klukkan 19:20.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti