Ljósleiðaradeildin: Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld og er ekki spáð titlinum Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 17:00 Lið Atlantic tók stórmeistaratitilinn í fyrra Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Samkvæmt spánni fyrir komandi tímabil munu ríkjandi stórmeistarar í liði Atlantic ekki verja titil sinn en liðið mætir fyrrum liðsfélaga í viðureign sinni gegn Tension í kvöld. „Þetta er Íslandsmótið í CS:GO sem er, leyfi ég mér að segja, stærsti rafíþróttaleikurinn á Íslandi og sá leikur sem á hve mesta hefð í rafíþróttum hér á landi,“ segir Tómas Jóhannsson, sem mun lýsa herlegheitunum í deildinni á Stöð 2 Esports. „Við erum að fara fá frábæra sýningu frá okkar bestu spilurum í þessu leik næstu mánuðina og allt fran á næsta ár.“ Tíu bestu lið landsins mætast nú næstu mánuðina í efstu deild í hefðbundinni deildarkeppni þar sem að öll lið munu spila tvisvar á móti hvort öðru. „Efstu fjögur lið deildarinnar að aflokinni deildarkeppninni tryggja sér beint sæti á stórmeistaramótinu en einnig mun fara fram umspilsmót fyrir restina af liðunum á landinu. Allt í allt í öllum mótum CS:GO hér á landi erum við með um 70 lið að taka þátt. Þetta er orðin risastór íþrótt hér á landi.“ Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Maður er farinn að verða meira var við alvöruna í þessu hjá þeim liðum sem eru að mæta til leiks. Umgjörðin er alltaf að vera betri í kringum þetta sem og hjá liðunum sjálfum.“ Lið Atlantic er ríkjandi stórmeistari í CS:GO, eru meistararnir að fara verja titil sinn? „Í byrjun hvers tímabils hitti ég á leikmenn úr öllum liðum og tek á þeim púlsinn, fæ þá til að spá fyrir um úrslitin á komandi tímabili. Í spánni fyrir komandi tímabil er lið Atlantic spáð 3. sæti. Dusty er spáð titlinum í ár, lið Þórs 2. sæti og svo Atlantic í fyrra. Það hafa mikið af breytingum á sér stað á leikmannamarkaðnum í deildinni milli tímabila. Atlantic missa frá sér tvær helstu stjörnur sínar og þurftu að taka inn nýja leikmenn. Þeim er þó treyst fyrir þriðja sætinu og verður forvitnilegt að sjá hvernig tímabilið þróast.“ Liðaspáin fyrir Ljósleiðaradeildina í CS:GO 2023/2024: Dusty 78 stig Þór 71 stig Atlantic 67 stig Ármann 56 stig Tension 46 stig -7. FH 33 stig (6.-7.) SAGA 33 stig Breiðablik 31 stig ÍA 25 stig ÍBV 11 stig Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Klukkan 19:30 hefst viðureign ríkjandi stórmeistara Atlantic og Tension. Er þar á ferðinni afar áhugaverð viðureign en Tension fengu stjórstjörnu Atlantic yfir til sín í sumarhléinu. Klukkan 20:30 hefst síðan viðureign Ármann og Þór en þar mætast liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar í fyrra. Veislan heldur síðan áfram á fimmtudaginn kemur þegar að þrjár viðureignir verða á dagskrá deildarinnar. Klukkan 19:30 mætast lið Breiðabliks og Dusty. Dusty eru ríkjandi deildarmeistarar og spáð stórmeistaratitlinum í ár en liðið mætir til leiks í ár með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Klukkan 20:30 er á dagskrá viðureign ÍBV og ÍA en liðunum er spáð strembnu gengi í ár. Svo klukkan 21:30 mætast FH og SAGA en liðin fengu nákvæmlega sama stigafjölda í spánni fyrir tímabil í 6.-7. sæti og verður áhugavert að sjá hvort liðið hefur betur á fimmtudaginn. Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Við hefjum beina útsendingu klukkan 19:20. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira
„Þetta er Íslandsmótið í CS:GO sem er, leyfi ég mér að segja, stærsti rafíþróttaleikurinn á Íslandi og sá leikur sem á hve mesta hefð í rafíþróttum hér á landi,“ segir Tómas Jóhannsson, sem mun lýsa herlegheitunum í deildinni á Stöð 2 Esports. „Við erum að fara fá frábæra sýningu frá okkar bestu spilurum í þessu leik næstu mánuðina og allt fran á næsta ár.“ Tíu bestu lið landsins mætast nú næstu mánuðina í efstu deild í hefðbundinni deildarkeppni þar sem að öll lið munu spila tvisvar á móti hvort öðru. „Efstu fjögur lið deildarinnar að aflokinni deildarkeppninni tryggja sér beint sæti á stórmeistaramótinu en einnig mun fara fram umspilsmót fyrir restina af liðunum á landinu. Allt í allt í öllum mótum CS:GO hér á landi erum við með um 70 lið að taka þátt. Þetta er orðin risastór íþrótt hér á landi.“ Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Maður er farinn að verða meira var við alvöruna í þessu hjá þeim liðum sem eru að mæta til leiks. Umgjörðin er alltaf að vera betri í kringum þetta sem og hjá liðunum sjálfum.“ Lið Atlantic er ríkjandi stórmeistari í CS:GO, eru meistararnir að fara verja titil sinn? „Í byrjun hvers tímabils hitti ég á leikmenn úr öllum liðum og tek á þeim púlsinn, fæ þá til að spá fyrir um úrslitin á komandi tímabili. Í spánni fyrir komandi tímabil er lið Atlantic spáð 3. sæti. Dusty er spáð titlinum í ár, lið Þórs 2. sæti og svo Atlantic í fyrra. Það hafa mikið af breytingum á sér stað á leikmannamarkaðnum í deildinni milli tímabila. Atlantic missa frá sér tvær helstu stjörnur sínar og þurftu að taka inn nýja leikmenn. Þeim er þó treyst fyrir þriðja sætinu og verður forvitnilegt að sjá hvernig tímabilið þróast.“ Liðaspáin fyrir Ljósleiðaradeildina í CS:GO 2023/2024: Dusty 78 stig Þór 71 stig Atlantic 67 stig Ármann 56 stig Tension 46 stig -7. FH 33 stig (6.-7.) SAGA 33 stig Breiðablik 31 stig ÍA 25 stig ÍBV 11 stig Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Klukkan 19:30 hefst viðureign ríkjandi stórmeistara Atlantic og Tension. Er þar á ferðinni afar áhugaverð viðureign en Tension fengu stjórstjörnu Atlantic yfir til sín í sumarhléinu. Klukkan 20:30 hefst síðan viðureign Ármann og Þór en þar mætast liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar í fyrra. Veislan heldur síðan áfram á fimmtudaginn kemur þegar að þrjár viðureignir verða á dagskrá deildarinnar. Klukkan 19:30 mætast lið Breiðabliks og Dusty. Dusty eru ríkjandi deildarmeistarar og spáð stórmeistaratitlinum í ár en liðið mætir til leiks í ár með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Klukkan 20:30 er á dagskrá viðureign ÍBV og ÍA en liðunum er spáð strembnu gengi í ár. Svo klukkan 21:30 mætast FH og SAGA en liðin fengu nákvæmlega sama stigafjölda í spánni fyrir tímabil í 6.-7. sæti og verður áhugavert að sjá hvort liðið hefur betur á fimmtudaginn. Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Við hefjum beina útsendingu klukkan 19:20.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira