Spilar ekki miðsvæðis með Man City og mun ekki gera það hjá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 13:30 Gareth Southgate og Phil Foden. Franco Romano/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma til greina að spila Phil Foden í gegnum miðjuna þar sem hann geri það ekki með félagsliði sínu, Manchester City. Þjálfarinn svaraði spurningum blaðamanna í aðdraganda vináttuleik Englands og Skotlands. Enska liðið gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni EM á dögunum og segja má að liðið hafi verið heldur bitlaust. Southgate var spurður út í það sem og ummæli sem hinn 23 ára gamli Foden lét falla fyrr á árinu þegar hann sagðist sjá fyrir sér að spila miðsvæðis síðar á ferli sínum. "He doesn't [play centrally] for his club, so presumably there's a reason for that."#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 „Hann spilar ekki þar fyrir félagslið sitt og það er væntanlega ástæða fyrir því. Það vilja allir tala um hvernig það er að vera með boltann miðsvæðis en það eru mörg smáatriði sem huga þarf að án bolta.“ „Í leikjum eins og um helgina (gegn Úkraínu) ertu að spila við lið sem eru mjög klók hvað varðar sendingar og hreyfingu án bolta. Þú þarft ávallt að vera rétt staðsettur þegar kemur að hvernig þú pressar. Ef þú gerir það ekki þá nærðu engu flæði í leik þinn, það verður ekkert flæði.“ „Þú verður að tala við Pep Guardiola, sem er besti þjálfari í heimi, og hverjir spila út á væng hjá honum. Hann hefur frjálsræði til að hreyfa sig þegar hann spilar út á væng og það er mikilvægt.“ 'England manger has claimed Foden cannot play in the middle for the big games and told anybody who disagrees - just ask Pep' @Matt_Law_DT#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) September 11, 2023 Þá tók Southgate ekki í mál að Foden væri að spila miðsvæðis fyrir Man City eftir meiðsli Kevin de Bruyne. „Hann var úti hægra megin gegn Newcastle United. Foden varðist úti hægra megin í 4-4-2 leikkerfi. Með boltann þá dró hann sig inn á völlinn og Kyle Walker kom utan á til að halda breidd. Hann fékk boltann miðsvæðis en byrjunarstaða hans var úti hægra megin. Hvað varðar taktík og staðsetningar þá var hann að koma inn af hægri vængnum,“ sagði Southgate áður en hann hrósaði Foden og sagði enska teymið ánægt með hans frammistöður. „Hann er aðeins 23 ára gamall og þegar mjög reynslumikill. Hann er enn að þróa sinn leik og að læra en hann er frábær leikmaður fyrir okkur, engin spurning um það.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Þjálfarinn svaraði spurningum blaðamanna í aðdraganda vináttuleik Englands og Skotlands. Enska liðið gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni EM á dögunum og segja má að liðið hafi verið heldur bitlaust. Southgate var spurður út í það sem og ummæli sem hinn 23 ára gamli Foden lét falla fyrr á árinu þegar hann sagðist sjá fyrir sér að spila miðsvæðis síðar á ferli sínum. "He doesn't [play centrally] for his club, so presumably there's a reason for that."#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 „Hann spilar ekki þar fyrir félagslið sitt og það er væntanlega ástæða fyrir því. Það vilja allir tala um hvernig það er að vera með boltann miðsvæðis en það eru mörg smáatriði sem huga þarf að án bolta.“ „Í leikjum eins og um helgina (gegn Úkraínu) ertu að spila við lið sem eru mjög klók hvað varðar sendingar og hreyfingu án bolta. Þú þarft ávallt að vera rétt staðsettur þegar kemur að hvernig þú pressar. Ef þú gerir það ekki þá nærðu engu flæði í leik þinn, það verður ekkert flæði.“ „Þú verður að tala við Pep Guardiola, sem er besti þjálfari í heimi, og hverjir spila út á væng hjá honum. Hann hefur frjálsræði til að hreyfa sig þegar hann spilar út á væng og það er mikilvægt.“ 'England manger has claimed Foden cannot play in the middle for the big games and told anybody who disagrees - just ask Pep' @Matt_Law_DT#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) September 11, 2023 Þá tók Southgate ekki í mál að Foden væri að spila miðsvæðis fyrir Man City eftir meiðsli Kevin de Bruyne. „Hann var úti hægra megin gegn Newcastle United. Foden varðist úti hægra megin í 4-4-2 leikkerfi. Með boltann þá dró hann sig inn á völlinn og Kyle Walker kom utan á til að halda breidd. Hann fékk boltann miðsvæðis en byrjunarstaða hans var úti hægra megin. Hvað varðar taktík og staðsetningar þá var hann að koma inn af hægri vængnum,“ sagði Southgate áður en hann hrósaði Foden og sagði enska teymið ánægt með hans frammistöður. „Hann er aðeins 23 ára gamall og þegar mjög reynslumikill. Hann er enn að þróa sinn leik og að læra en hann er frábær leikmaður fyrir okkur, engin spurning um það.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira