„Þemalag fyrir gæjalega kærleiksbangsa“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. september 2023 11:31 Hljómsveitin BÖSS frumsýnir tónlistarmyndband hér í pistlinum. Aðsend Djass-rokkhljómsveitin BÖSS var að senda frá sér lagið Fréttir og frumsýnir tónlistarmyndband við lagið hér að neðan. Blaðamaður ræddi við Birki Blæ Ingólfsson, saxófónleikara sveitarinnar. Hér má sjá myndbandið, sem er eftir Esther Þorvaldsdóttur: Klippa: BÖSS - Fréttir Hljómsveit sem varð óvart til „BÖSS er hljómsveit sem varð til óvart því okkur þótti svo gaman að spila saman þegar við bókuðum okkur óvart á tónleika. Fyrr en varði vorum við búnir að semja plötu,“ segir Birkir Blær um upphaf sveitarinnar. Hann spilar sem áður segir á saxófón í sveitinni en vinnur almennt við að skrifa sögur fyrir sjónvarpsseríur. Ásamt Birki er hljómsveitin er skipuð þeim Hrafnkeli Erni Guðjónssyni, Mikael Mána Ásmundarsyni og Þórði Sigurðarsyni. „Hrafnkell, eða Keli úr Agent Fresco, er nú í fyrsta sinn í djasshljómsveit og það er gaman. Mikael Mána er einn duglegasti og fínasti djassgítarleikari Ísland og Þórður er frábær píanóleikari og starfar sem kirkjuorganisti. Við tókum upp plötu sem kemur út í næsta mánuði og þá ætlum við eitthvað að halda útgáfutónleika. Í bili erum við að senda frá okkur þetta myndband við þetta lag, sem er annað lagið sem við gefum út. Myndbandið er skotið í stúdíóinu þar sem við erum að taka lagið upp,“ segir Birkir Blær. Hljómsveitin er skipuð Hrafnkeli Erni Guðjónssyni, Mikael Mána Ásmundarsyni, Birki Blæ Ingólfssyni og Þórði Sigurðssyni.Aðsend Sjónræn frásögn af því sem hljómaði Esther Þorvaldsdóttir, leikstjóri myndbandsins, segir samstarfið hafa gengið mjög vel. „Umgjörðin var ekkert minna heillandi en tónlistin, sem gerði mitt starf frekar auðvelt. Ég átti nefnilega að vera fluga á vegg meðan á plötuupptökum stóð í þessu glæsilega umbreytta stúdíó sem einu sinni hafði verið sundlaug. Stúdíóið var óvenjulegur bakgrunnur fyrir myndbandið okkar og gaf því svo mikinn karakter að fyrir mér endaði það á að vera persóna í myndbandinu. Jazz er ekki auðveldasta tónlistin til að túlka í mynd; spunaandinn, flóknir taktar og laglínur sem fara oftar en ekki sínar eigin leiðir. Þegar ég steig inn í stúdíóið voru þar nótur svífandi um loftið og fylltu rýmið af blöndu af rafspennu og kyrrlátum glæsileika. Nótur sem þó voru ósýnilegar mannsauganu (og myndavélalinsunni). Í rauninni var það helsta áskorunin fyrir mig. Að fanga eitthvað á filmu sem endurspeglar tónlistina, að finna sjónræna frásögn af því sem hljómaði þarna inni.“ Samkvæmt Esther unnu BÖSS drengirnir saman af mikilli fagmennsku.Facebook: BÖSS Falleg vinátta sem skín í gegn Hún segir að fagmennska hafi einkennt BÖSS drengina sem og upptökustjórann Ívar Bongó. „Lagið Fréttir er hressandi á köflum og viðkvæmt þess á milli. Ég náði góðum skotum af tónlistarmönnunum að hleypa þessum nótum út í kosmósið, en ég verð samt að taka það fram að ég hafði meiri áhuga á sambandinu þeirra á milli. Dýnamíkin sem myndaðist í samskiptum strákanna passaði stundum betur við tónlistina en þegar ég horfði á tónlistina fæðast gegnum hljóðfærin. Það var einhver fegurð í þessum samskiptum sem ég held mér hafi tekist að sýna í myndbandinu. Það var allt svo áreynslulaust hjá strákunum, þetta er falleg vinátta sem við sjáum í myndbandinu. Ég held að okkur hafi tekist vel til. Þetta tónlistarmyndband endaði sem vitnisburður um kraft sköpunar og samvinnu, samræmda blöndu af list og náttúrunni. Það var gaman að fá að taka þátt í þessu, á svona óvæntum stað – sundlaugarstúdíói, baðað í sólarljósi en á sama tíma drungalegu myrkri, í hjarta smábæjar í miðjum fagnaðarlátum.“ Mikael Máni, djassgítarleikari BÖSS, var einnig með skýra sýn þegar hann samdi lagið. „Ég vildi semja þemalag fyrir gæjalega kærleiksbangsa. Mér finnst bandið vera algjört kærleiksbangsaband en samt pínu gæjó.“ BÖSS er kærleiksbangsaband sem er á sama tíma smá gæjó.Aðsend Hér má hlusta á BÖSS á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá myndbandið, sem er eftir Esther Þorvaldsdóttur: Klippa: BÖSS - Fréttir Hljómsveit sem varð óvart til „BÖSS er hljómsveit sem varð til óvart því okkur þótti svo gaman að spila saman þegar við bókuðum okkur óvart á tónleika. Fyrr en varði vorum við búnir að semja plötu,“ segir Birkir Blær um upphaf sveitarinnar. Hann spilar sem áður segir á saxófón í sveitinni en vinnur almennt við að skrifa sögur fyrir sjónvarpsseríur. Ásamt Birki er hljómsveitin er skipuð þeim Hrafnkeli Erni Guðjónssyni, Mikael Mána Ásmundarsyni og Þórði Sigurðarsyni. „Hrafnkell, eða Keli úr Agent Fresco, er nú í fyrsta sinn í djasshljómsveit og það er gaman. Mikael Mána er einn duglegasti og fínasti djassgítarleikari Ísland og Þórður er frábær píanóleikari og starfar sem kirkjuorganisti. Við tókum upp plötu sem kemur út í næsta mánuði og þá ætlum við eitthvað að halda útgáfutónleika. Í bili erum við að senda frá okkur þetta myndband við þetta lag, sem er annað lagið sem við gefum út. Myndbandið er skotið í stúdíóinu þar sem við erum að taka lagið upp,“ segir Birkir Blær. Hljómsveitin er skipuð Hrafnkeli Erni Guðjónssyni, Mikael Mána Ásmundarsyni, Birki Blæ Ingólfssyni og Þórði Sigurðssyni.Aðsend Sjónræn frásögn af því sem hljómaði Esther Þorvaldsdóttir, leikstjóri myndbandsins, segir samstarfið hafa gengið mjög vel. „Umgjörðin var ekkert minna heillandi en tónlistin, sem gerði mitt starf frekar auðvelt. Ég átti nefnilega að vera fluga á vegg meðan á plötuupptökum stóð í þessu glæsilega umbreytta stúdíó sem einu sinni hafði verið sundlaug. Stúdíóið var óvenjulegur bakgrunnur fyrir myndbandið okkar og gaf því svo mikinn karakter að fyrir mér endaði það á að vera persóna í myndbandinu. Jazz er ekki auðveldasta tónlistin til að túlka í mynd; spunaandinn, flóknir taktar og laglínur sem fara oftar en ekki sínar eigin leiðir. Þegar ég steig inn í stúdíóið voru þar nótur svífandi um loftið og fylltu rýmið af blöndu af rafspennu og kyrrlátum glæsileika. Nótur sem þó voru ósýnilegar mannsauganu (og myndavélalinsunni). Í rauninni var það helsta áskorunin fyrir mig. Að fanga eitthvað á filmu sem endurspeglar tónlistina, að finna sjónræna frásögn af því sem hljómaði þarna inni.“ Samkvæmt Esther unnu BÖSS drengirnir saman af mikilli fagmennsku.Facebook: BÖSS Falleg vinátta sem skín í gegn Hún segir að fagmennska hafi einkennt BÖSS drengina sem og upptökustjórann Ívar Bongó. „Lagið Fréttir er hressandi á köflum og viðkvæmt þess á milli. Ég náði góðum skotum af tónlistarmönnunum að hleypa þessum nótum út í kosmósið, en ég verð samt að taka það fram að ég hafði meiri áhuga á sambandinu þeirra á milli. Dýnamíkin sem myndaðist í samskiptum strákanna passaði stundum betur við tónlistina en þegar ég horfði á tónlistina fæðast gegnum hljóðfærin. Það var einhver fegurð í þessum samskiptum sem ég held mér hafi tekist að sýna í myndbandinu. Það var allt svo áreynslulaust hjá strákunum, þetta er falleg vinátta sem við sjáum í myndbandinu. Ég held að okkur hafi tekist vel til. Þetta tónlistarmyndband endaði sem vitnisburður um kraft sköpunar og samvinnu, samræmda blöndu af list og náttúrunni. Það var gaman að fá að taka þátt í þessu, á svona óvæntum stað – sundlaugarstúdíói, baðað í sólarljósi en á sama tíma drungalegu myrkri, í hjarta smábæjar í miðjum fagnaðarlátum.“ Mikael Máni, djassgítarleikari BÖSS, var einnig með skýra sýn þegar hann samdi lagið. „Ég vildi semja þemalag fyrir gæjalega kærleiksbangsa. Mér finnst bandið vera algjört kærleiksbangsaband en samt pínu gæjó.“ BÖSS er kærleiksbangsaband sem er á sama tíma smá gæjó.Aðsend Hér má hlusta á BÖSS á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira