Fær brjóstaminnkun ekki niðurgreidda vegna samningsdeilna lækna við SÍ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. september 2023 15:14 Indíana Rós segist ekki geta beðið með að fara í brjóstaminnkunaraðgerð þar til samningaviðræður lækna og Sjúkratrygginga Íslands séu yfirstaðnar. Aðgerðin sé það nauðsynleg. Vísir/Vilhelm/Sunna Ben Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur þarf að greiða tæpa milljón fyrir brjóstaminnkunaraðgerð vegna samningsdeilna milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Ekki fæst niðurgreiðsla fyrir aðgerðina meðan samningsdeilur standa yfir. Heimildin greindi fyrst frá. Indíana segir frá aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Í apríl segist hún hafa bókað tíma hjá lýtalækni til þess að fara í brjóstaminnkun, sem hún hafði upprunalega ætlað í árið 2021 en þurft að fresta vegna skyndilegrar meðgöngu. Um leið hafi hún farið að kynna sér niðurgreiðsluferli. Tveimur dögum áður en hún hitti lýtalækninn sinn í júní var tilkynnt um nýjan samning Sjúkratrygginga við sérgreinalækna. Samkvæmt honum fengi hún kostnaðinn niðurgreiddan ef hún fengi samþykki frá sjúkratryggingum. Samningurinn skyldi taka gildi 1. september. „Þegar kemur að viðtalstímanum þá sé ég þennan samning og hugsa, geggjað! Ef ég fæ þetta samþykkt þá þarf ég ekki að borga nema 31 þúsund krónur,“ segir Indíana, en 31 þúsund krónurnar eru hámarksfjárhæð sem einstaklingur þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu mánaðarlega. „Svo fæ ég samþykkta greiðsluþátttöku í byrjun ágúst frá sjúkratryggingum, af því að ég uppfyllti öll skilyrðin sem þarf að uppfylla,“ segir Indíana. Síðar segist hún hafa hringt í sjúkratryggingar og spurt hversu mikið hún þyrfti að borga og hún verið fullvissuð um að aukagjöldin fyrir aðgerðina yrðu engin. „Ég heyri í Klíníkinni, af því að ég er að fara í aðgerðina hjá þeim, og spyr hvað ég sé að fara að borga fyrir aðgerðina, og hún segir að niðurgreiðslan sé milli tvö og þrjú hundruð þúsund og ég þurfi að borga um sex hundruð þúsund sjálf,“ segir Indíana. „Sem voru svolítið misvísandi upplýsingar þannig að ég heyri aftur í sjúkratryggingum.“ Þar hafi henni aftur verið tjáð að hún þyrfti sannarlega ekki að borga neitt aukalega fyrir aðgerðina. Ekki hægt að bíða Í gær kveðst Indíana aftur hafa heyrt í Klíníkinni og fengið þær upplýsingar um að lýtalæknarnir þar sem framkvæma brjóstaminnkunaraðgerðir hafi ekki gert samning við sjúkratryggingarnar vegna þess að greiðsluskráin sem þeir eigi að fara eftir sé of lág. Þannig geti hún ekki nýtt sér greiðsluþátttökuna vegna þess að læknarnir eru ekki á samningi við Sjúkratryggingar. „Nú eru samstarfsnefnd Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga að skoða þessa verðskrá, og þangað til að þeir eru búnir að finna út úr því þá vilja lýtalæknar ekki gera samning. Þannig að maður lendir inn á milli,“ segir Indíana. Hún segir óvissu ríkja um hve langan tíma samningaviðræðurnar muni taka og því geti hún ekki tekið áhættuna á að bíða lengur. Aðgerðin sé það nauðsynleg. „Hefur mikil áhrif á líf mitt“ „Ég er hjá sjúkraþjálfara vikulega út af bakinu á mér. Og brjóstin hafa þar alveg gríðarlega mikil áhrif. Ef ég fer ekki í aðgerð þá held ég áfram að vera hjá sjúkraþjálfara sem kostar sjúkratryggingar pening,“ segir Indíana. Þá sé hún líka að fá verkjalyfjakostnað niðurgreiddan. „Þá má segja að þeir séu að spara sér eyrinn til að kasta krónunni.“ „Það er milljón sem ég þarf núna að punga út,“ segir Indíana. „Ég er að koma úr átján mánaða fæðingarorlofi af því að strákurinn minn var bara að fá leikskólapláss núna.“ Því segist hún þurfa að taka yfirdrátt og þannig muni heildarkostnaður með vöxtum nema allt að 1,2 milljónum. Indíana segist ekki geta beðið með aðgerðina, enda viti hún ekki hversu lengi samningsdeilurnar muni standa og hvernig muni fara. „Þetta hefur það mikil áhrif á líf mitt. Ég ætlaði að gera þetta fyrir tveimur árum, og þá var ég búin að draga þetta alltof lengi. Þannig að núna er staðan bara þannig.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Heimildin greindi fyrst frá. Indíana segir frá aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Í apríl segist hún hafa bókað tíma hjá lýtalækni til þess að fara í brjóstaminnkun, sem hún hafði upprunalega ætlað í árið 2021 en þurft að fresta vegna skyndilegrar meðgöngu. Um leið hafi hún farið að kynna sér niðurgreiðsluferli. Tveimur dögum áður en hún hitti lýtalækninn sinn í júní var tilkynnt um nýjan samning Sjúkratrygginga við sérgreinalækna. Samkvæmt honum fengi hún kostnaðinn niðurgreiddan ef hún fengi samþykki frá sjúkratryggingum. Samningurinn skyldi taka gildi 1. september. „Þegar kemur að viðtalstímanum þá sé ég þennan samning og hugsa, geggjað! Ef ég fæ þetta samþykkt þá þarf ég ekki að borga nema 31 þúsund krónur,“ segir Indíana, en 31 þúsund krónurnar eru hámarksfjárhæð sem einstaklingur þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu mánaðarlega. „Svo fæ ég samþykkta greiðsluþátttöku í byrjun ágúst frá sjúkratryggingum, af því að ég uppfyllti öll skilyrðin sem þarf að uppfylla,“ segir Indíana. Síðar segist hún hafa hringt í sjúkratryggingar og spurt hversu mikið hún þyrfti að borga og hún verið fullvissuð um að aukagjöldin fyrir aðgerðina yrðu engin. „Ég heyri í Klíníkinni, af því að ég er að fara í aðgerðina hjá þeim, og spyr hvað ég sé að fara að borga fyrir aðgerðina, og hún segir að niðurgreiðslan sé milli tvö og þrjú hundruð þúsund og ég þurfi að borga um sex hundruð þúsund sjálf,“ segir Indíana. „Sem voru svolítið misvísandi upplýsingar þannig að ég heyri aftur í sjúkratryggingum.“ Þar hafi henni aftur verið tjáð að hún þyrfti sannarlega ekki að borga neitt aukalega fyrir aðgerðina. Ekki hægt að bíða Í gær kveðst Indíana aftur hafa heyrt í Klíníkinni og fengið þær upplýsingar um að lýtalæknarnir þar sem framkvæma brjóstaminnkunaraðgerðir hafi ekki gert samning við sjúkratryggingarnar vegna þess að greiðsluskráin sem þeir eigi að fara eftir sé of lág. Þannig geti hún ekki nýtt sér greiðsluþátttökuna vegna þess að læknarnir eru ekki á samningi við Sjúkratryggingar. „Nú eru samstarfsnefnd Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga að skoða þessa verðskrá, og þangað til að þeir eru búnir að finna út úr því þá vilja lýtalæknar ekki gera samning. Þannig að maður lendir inn á milli,“ segir Indíana. Hún segir óvissu ríkja um hve langan tíma samningaviðræðurnar muni taka og því geti hún ekki tekið áhættuna á að bíða lengur. Aðgerðin sé það nauðsynleg. „Hefur mikil áhrif á líf mitt“ „Ég er hjá sjúkraþjálfara vikulega út af bakinu á mér. Og brjóstin hafa þar alveg gríðarlega mikil áhrif. Ef ég fer ekki í aðgerð þá held ég áfram að vera hjá sjúkraþjálfara sem kostar sjúkratryggingar pening,“ segir Indíana. Þá sé hún líka að fá verkjalyfjakostnað niðurgreiddan. „Þá má segja að þeir séu að spara sér eyrinn til að kasta krónunni.“ „Það er milljón sem ég þarf núna að punga út,“ segir Indíana. „Ég er að koma úr átján mánaða fæðingarorlofi af því að strákurinn minn var bara að fá leikskólapláss núna.“ Því segist hún þurfa að taka yfirdrátt og þannig muni heildarkostnaður með vöxtum nema allt að 1,2 milljónum. Indíana segist ekki geta beðið með aðgerðina, enda viti hún ekki hversu lengi samningsdeilurnar muni standa og hvernig muni fara. „Þetta hefur það mikil áhrif á líf mitt. Ég ætlaði að gera þetta fyrir tveimur árum, og þá var ég búin að draga þetta alltof lengi. Þannig að núna er staðan bara þannig.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda