Félagsskiptaglugginn í Sádí-Arabíu lokar í kvöld og síðustu daga hafa verið háværar sögusagnir að Jadon Sancho sé á förum. The Athletic greinir hins vegar frá því að leikmaðurinn muni ekki færa sig um set.
Sancho var ekki í leikmanna hópi Manchester United gegn Arsenal síðastliðinn sunnudag og stóð í opinberum orðaskiptum við þjálfara sinn í kjölfarið. Erik Ten Hag sagði leikmanninn ekki hafa staðið sig nógu vel á æfingum nýlega og hann uppfyllti ekki þær kröfur sem Manchester United gerir til leikmanna. Sancho svaraði þjálfara sínum með yfirlýsingu á Twitter.
— Jadon Sancho (@Sanchooo10) September 3, 2023
Leikmaðurinn virtist ósáttur með stöðu sína og ummæli þjálfarans. Félagið var tilbúið að leyfa leikmanninum að fara frítt á lán, með því skilyrði að hann yrði keyptur að lánstímanum liðnum.
Al-Ettifaq have failed with a bid to sign Jadon Sancho on loan. Al-Ettifaq and #mufc were in contact through intermediaries. Sancho had expressed an interest in moving to the Middle East.
— utdreport (@utdreport) September 7, 2023
United were willing to loan him for free but the deal included a £50m obligation to buy,… pic.twitter.com/hLECKIoNUK
Það virðist blása köldu á milli Sancho og Erik Ten Hag, þjálfara liðsins. Leikmaðurinn var ekki kallaður inn í landsliðshóp Englands sem mætir Úkraínu og Skotlandi á dögunum. Það verður spennandi að sjá hvort hann nýti tímann til æfinga með félagsliði sínu og takist að uppfylla ströng skilyrði þjálfara síns.