Níu sæti enn til boða í Afríkukeppninni Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2023 17:00 Sadio Mané kyssir fyrsta Afríkubikar Senegal. GETTY IMAGES Það standa enn níu sæti til boða á Afríkukeppni karla sem fer fram á Fílabeinsströndinni í byrjun næsta árs. Fimmtán lönd hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu en lokaumferð undankeppninnar fer fram á dögunum. Það eru alls 48 landslið í 12 riðlum í undankeppni mótsins, 24 þeirra munu spila í lokakeppninni sem verður haldin frá 13. janúar–11. febrúar 2024. Senegal eru núríkjandi Afríkumeistarar eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Egyptalandi á mótinu 2021, bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu. Ásamt þeim hafa Nígería, Namibía, S-Afríka, Marokkó, Gínea-Bissá, Búrkína Fasó, Grænhöfðaeyjar, Gínea, Alsír, Malí, Sambía, Túnis og Miðbaugs-Gínea tryggt sér sæti. Fílabeinsströndin heldur mótið í ár og fara sjálfkrafa í úrslitakeppnina. Í C-riðli leikur Kamerún hreinan úrslitaleik við Búrúndí um sæti í lokakeppninni næsta þriðjudag. Andre Onana, markvörður Manchester United, mun spila með Kamerúnum í þeim leik en þetta verður hans fyrsti landsleikur eftir að hafa verið settur í agabann á HM í Katar. Það er enn spenna á fleiri vígstöðum. Í kvöld leika Gana við Mið-Afríska Lýðveldið og Angóla leikur við Madagaskar, sem situr í neðsta sæti E riðils og á ekki möguleika á því að komast í lokakeppnina, hin löndin þrjú geta öll komið sér áfram með sigri. Tansanía gæti svo komist á lokamótið í annað skipti í sögunni með stigi gegn Alsír í kvöld. Mest er spennan í I-riðli en þar eiga öll lönd enn möguleika á því að komast áfram. Kongó situr í efsta sæti og mætir Súdan sem situr í því neðsta. Máritanía mætir Gabon, en löndin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sætinu. Báðir leikir fara fram næsta laugardag. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig fer en ljóst er mikil spenna ríkir yfir mótinu. Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Kamerún Fílabeinsströndin Tengdar fréttir Senegal Afríkumeistari Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 6. febrúar 2022 22:15 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Það eru alls 48 landslið í 12 riðlum í undankeppni mótsins, 24 þeirra munu spila í lokakeppninni sem verður haldin frá 13. janúar–11. febrúar 2024. Senegal eru núríkjandi Afríkumeistarar eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Egyptalandi á mótinu 2021, bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu. Ásamt þeim hafa Nígería, Namibía, S-Afríka, Marokkó, Gínea-Bissá, Búrkína Fasó, Grænhöfðaeyjar, Gínea, Alsír, Malí, Sambía, Túnis og Miðbaugs-Gínea tryggt sér sæti. Fílabeinsströndin heldur mótið í ár og fara sjálfkrafa í úrslitakeppnina. Í C-riðli leikur Kamerún hreinan úrslitaleik við Búrúndí um sæti í lokakeppninni næsta þriðjudag. Andre Onana, markvörður Manchester United, mun spila með Kamerúnum í þeim leik en þetta verður hans fyrsti landsleikur eftir að hafa verið settur í agabann á HM í Katar. Það er enn spenna á fleiri vígstöðum. Í kvöld leika Gana við Mið-Afríska Lýðveldið og Angóla leikur við Madagaskar, sem situr í neðsta sæti E riðils og á ekki möguleika á því að komast í lokakeppnina, hin löndin þrjú geta öll komið sér áfram með sigri. Tansanía gæti svo komist á lokamótið í annað skipti í sögunni með stigi gegn Alsír í kvöld. Mest er spennan í I-riðli en þar eiga öll lönd enn möguleika á því að komast áfram. Kongó situr í efsta sæti og mætir Súdan sem situr í því neðsta. Máritanía mætir Gabon, en löndin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sætinu. Báðir leikir fara fram næsta laugardag. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig fer en ljóst er mikil spenna ríkir yfir mótinu.
Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Kamerún Fílabeinsströndin Tengdar fréttir Senegal Afríkumeistari Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 6. febrúar 2022 22:15 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Senegal Afríkumeistari Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 6. febrúar 2022 22:15