Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. september 2023 18:40 Aðgerðasinnarnir Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou voru 33 klukkustundir í tunnum í möstrum hvalveiðiskipa Hvals hf. Vísir Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. Elissa og Anahita, konurnar sem komu sér fyrir í möstrum hvalveiðibáta Hvals í Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið mikla athygli. Alls mótmæltu þær í 33 klukkustundir og önnur þeirra Anahita var án drykkjar og vatns mest allan tímann eftir að lögreglan tók af henni bakpoka. Fréttakona náði tali af konunum í dag, sem enn voru að jafna sig eftir dvölina í möstrunum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Elissa og Anahita voru færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina í gær eftir að mótmælunum lauk en eigandi hvals hefur kært þær fyrir hústöku samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þær gagnrýna vinnubrögð lögreglu í upphafi mótmælanna. Þær segja málið í ferli hjá lögmönnum en dómsmálaráðherra hefur verið látinn vita af því og umboðsmaður alþingis. Nánari upplýsingar gátu þær ekki gefið að svo stöddu. Ónauðsynleg hegðun Konurnar segjast hneykslaðar á aðgerðum lögreglu fyrstu klukkustund mótmælanna, áður en gestir og fjölmiðlar mættu á svæðið. Þær segja lögreglu hafa veist an Anahitu í körfubíl, sem ekki náði til mastursins sem Elissa dvaldi í. „Eins og þið hafið séð á myndskeiðunum voru þau ótrúlega áköf. Þau reyndu að lyfta mér á hettunni sem varð til þess að húðin á vörinni minni rifnaði og ég gat ekki andað. Ég sagði þeim að ég gæfi ekki eftir og bað þá um að hætta að meiða mig,“ segir Anahita. Þá segir hún lögreglumennina hafa slegið höfði hennar þrisvar í sætið í tunnunni sem hún faldi sig undir. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ bætir Anahita við. Hún segir áfallið sem fylgdi lögregluaðgerðunum hafa litað dvöl hennar í mastrinu og hún átt erfitt með að slaka á vegna hræðslu um að þeir kæmu og beittu sömu brögðum aftur. Anahita segist vita að samkvæmt íslenskum lögum hafi gjörðir lögreglunnar ekki verið nauðsynlegar. „Mér finnst þetta eiginlega óásættanlegt.“ Konurnar árétta að þær séu einungis hneykslaðar á viðbrögðum lögreglu í fyrstu, en eftir það hafi þeir lögreglumenn sem lögðu sér leið upp til þeirra verið kurteisir og sýnt þeim virðingu, þrátt fyrir að hafa ekki getað útvegað þeim vatn. Bjuggu sig undir salernisleysið Eflaust velta því margir fyrir sér hvernig hægt sé að dvelja í tunnu í svo langan tíma án þess að hafa aðgang að salerni. Konurnar gáfu opinskátt svar við því. „Mér varð í raun aldrei mál meðan við vorum þarna uppi. Við vorum í mjög flottum fullorðinsbleyjum,“ segir Elissa. Anahita tekur í sama streng. „Ég var ekki með neinn vökva í líkamanum þannig að mér varð aldrei mál.“ Anahita er listakona að írönskum uppruna og búsett í Mílanó á Ítalíu og Elissa er búsett í Lundúnum. Þær voru þreyttar en ánægðar eftir mótmælin í dag og ákváðu að vera í íslenskum lopapeysum sem ónefnd stuðningsmanneskja gaf þeim í mótmælunum. Þær segjast ekki tilheyra neinum hópum og mótmælin hafi verið árangursrík en þær ákváðu þau þegar hvalveiðibanninu var aflétt 1. september. Elissa segir þær þá hafa uppgötvað að friðsæl mótmæli myndu ekki nægja til þess að stöðva hvalveiðarnar og ákveðið að grípa til annarra ráða. Hvalveiðar Reykjavík Hvalir Lögreglan Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Elissa og Anahita, konurnar sem komu sér fyrir í möstrum hvalveiðibáta Hvals í Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið mikla athygli. Alls mótmæltu þær í 33 klukkustundir og önnur þeirra Anahita var án drykkjar og vatns mest allan tímann eftir að lögreglan tók af henni bakpoka. Fréttakona náði tali af konunum í dag, sem enn voru að jafna sig eftir dvölina í möstrunum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Elissa og Anahita voru færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina í gær eftir að mótmælunum lauk en eigandi hvals hefur kært þær fyrir hústöku samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þær gagnrýna vinnubrögð lögreglu í upphafi mótmælanna. Þær segja málið í ferli hjá lögmönnum en dómsmálaráðherra hefur verið látinn vita af því og umboðsmaður alþingis. Nánari upplýsingar gátu þær ekki gefið að svo stöddu. Ónauðsynleg hegðun Konurnar segjast hneykslaðar á aðgerðum lögreglu fyrstu klukkustund mótmælanna, áður en gestir og fjölmiðlar mættu á svæðið. Þær segja lögreglu hafa veist an Anahitu í körfubíl, sem ekki náði til mastursins sem Elissa dvaldi í. „Eins og þið hafið séð á myndskeiðunum voru þau ótrúlega áköf. Þau reyndu að lyfta mér á hettunni sem varð til þess að húðin á vörinni minni rifnaði og ég gat ekki andað. Ég sagði þeim að ég gæfi ekki eftir og bað þá um að hætta að meiða mig,“ segir Anahita. Þá segir hún lögreglumennina hafa slegið höfði hennar þrisvar í sætið í tunnunni sem hún faldi sig undir. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ bætir Anahita við. Hún segir áfallið sem fylgdi lögregluaðgerðunum hafa litað dvöl hennar í mastrinu og hún átt erfitt með að slaka á vegna hræðslu um að þeir kæmu og beittu sömu brögðum aftur. Anahita segist vita að samkvæmt íslenskum lögum hafi gjörðir lögreglunnar ekki verið nauðsynlegar. „Mér finnst þetta eiginlega óásættanlegt.“ Konurnar árétta að þær séu einungis hneykslaðar á viðbrögðum lögreglu í fyrstu, en eftir það hafi þeir lögreglumenn sem lögðu sér leið upp til þeirra verið kurteisir og sýnt þeim virðingu, þrátt fyrir að hafa ekki getað útvegað þeim vatn. Bjuggu sig undir salernisleysið Eflaust velta því margir fyrir sér hvernig hægt sé að dvelja í tunnu í svo langan tíma án þess að hafa aðgang að salerni. Konurnar gáfu opinskátt svar við því. „Mér varð í raun aldrei mál meðan við vorum þarna uppi. Við vorum í mjög flottum fullorðinsbleyjum,“ segir Elissa. Anahita tekur í sama streng. „Ég var ekki með neinn vökva í líkamanum þannig að mér varð aldrei mál.“ Anahita er listakona að írönskum uppruna og búsett í Mílanó á Ítalíu og Elissa er búsett í Lundúnum. Þær voru þreyttar en ánægðar eftir mótmælin í dag og ákváðu að vera í íslenskum lopapeysum sem ónefnd stuðningsmanneskja gaf þeim í mótmælunum. Þær segjast ekki tilheyra neinum hópum og mótmælin hafi verið árangursrík en þær ákváðu þau þegar hvalveiðibanninu var aflétt 1. september. Elissa segir þær þá hafa uppgötvað að friðsæl mótmæli myndu ekki nægja til þess að stöðva hvalveiðarnar og ákveðið að grípa til annarra ráða.
Hvalveiðar Reykjavík Hvalir Lögreglan Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira