Lokaorð flugmanns þyrlunnar sem fórst í Leicester opinberuð Aron Guðmundsson skrifar 6. september 2023 12:31 Stundin þegar að þyrlan tók á loft frá King Power leikvanginum í Leicester Vísir/Getty Lokaorð flugmannsins sem flaug þyrlu sem brotlenti, meðal annars með þáverandi eiganda enska knattspyrnufélagsins Leicester City, og með þeim afleiðingum að öll í þyrlunni fórust, hafa verið opinberuð í skýrslu um slysið. Það var þann 27. október 2018, um klukkustund eftir leik Leicester City og West Ham United, sem umrædd þyrla brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn, heimavöll Leicester City, skömmu eftir að hún hafði tekið á loft frá miðju vallarins. Leicester City hafði á þessum tíma verið að ganga í gegnum algjöra blómaskeið undir eignarhaldi Vichai Srivaddhanaprabha og varð, eins og frægt er orðið, enskur meistari tímabilið 2015-2016. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa á Bretlandi um umrætt slys. sem hefur nú verið gerð opinber og Sky News hefur í höndunum, segir að hinn 53 ára Eric Swaffer, flugmaður þyrlunnar hafi ekki áttað sig á því hvað væri að eiga sér stað þegar þyrlan tók að láta illa undan stjórn. Er rennt stoðum undir þetta með upptökum úr stjórnklefa þyrlunnar þar sem heyra má Eric segja: „Ég veit ekki hvað er að eiga sér stað,“ en nokkrum sekúndum síðar brotlenti þyrlan. Auk Eric og Vichai voru Nursara Suknamai og Kaveporn Punpare, aðstoðarfólk Vichai í þyrlunni. Þá var unnusta Erics, Izabela Roza Lechowicz einnig í henni. Þau létu öll lífið. Í skýrslunni er sagt að þeir pedalar, sem flugmaðurinn reiddi sig á til þess að stýra stefnu þyrlunnar, hafi orðið óvirkir og varð það til þess að þyrlan tók, óumbeðin, skarpa hægri beygju og var ómögulegt fyrir Eric að ná aftur stjórn á henni. Þyrlan snerist stjórnlaus í alls fimm hringi í loftinu áður en hún skall á jörðinni. Fjórir af þeim fimm einstaklingum sem hafi verið í þyrlunni hafi lifað höggið af en orðið eldinum, sem blossaði upp á innan við mínútu, að bráð. Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Það var þann 27. október 2018, um klukkustund eftir leik Leicester City og West Ham United, sem umrædd þyrla brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn, heimavöll Leicester City, skömmu eftir að hún hafði tekið á loft frá miðju vallarins. Leicester City hafði á þessum tíma verið að ganga í gegnum algjöra blómaskeið undir eignarhaldi Vichai Srivaddhanaprabha og varð, eins og frægt er orðið, enskur meistari tímabilið 2015-2016. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa á Bretlandi um umrætt slys. sem hefur nú verið gerð opinber og Sky News hefur í höndunum, segir að hinn 53 ára Eric Swaffer, flugmaður þyrlunnar hafi ekki áttað sig á því hvað væri að eiga sér stað þegar þyrlan tók að láta illa undan stjórn. Er rennt stoðum undir þetta með upptökum úr stjórnklefa þyrlunnar þar sem heyra má Eric segja: „Ég veit ekki hvað er að eiga sér stað,“ en nokkrum sekúndum síðar brotlenti þyrlan. Auk Eric og Vichai voru Nursara Suknamai og Kaveporn Punpare, aðstoðarfólk Vichai í þyrlunni. Þá var unnusta Erics, Izabela Roza Lechowicz einnig í henni. Þau létu öll lífið. Í skýrslunni er sagt að þeir pedalar, sem flugmaðurinn reiddi sig á til þess að stýra stefnu þyrlunnar, hafi orðið óvirkir og varð það til þess að þyrlan tók, óumbeðin, skarpa hægri beygju og var ómögulegt fyrir Eric að ná aftur stjórn á henni. Þyrlan snerist stjórnlaus í alls fimm hringi í loftinu áður en hún skall á jörðinni. Fjórir af þeim fimm einstaklingum sem hafi verið í þyrlunni hafi lifað höggið af en orðið eldinum, sem blossaði upp á innan við mínútu, að bráð.
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira