„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. september 2023 23:45 Krista Sól Guðjónsdóttir, forseti Skólafélagsins Hugins, er í hópi margra MA-inga sem eru mótfallnir sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri. Aðsend/Vísir/Vilhelm Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. Krista Sól Guðjónsdóttir, inspectrix scholae Menntaskólans á Akureyri segir stjórn skólafélagsins Hugins hafa fengið tölvupóst í hádeginu í dag þess efnis að ráðherra væri á leið norður að kynna tillögur um skipulagsbreytingar í framhaldsskólum á Akureyri. „Þannig að það er tveir og hálfur klukkutími sem skólafélagið fær til þess að búa til einhvers konar hugmynd um hvað við ætlum að spyrja um á fundinum,“ segir Krista í samtali við Vísi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna með sameiningu skólanna tveggja á fundinum. Með honum voru Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Við mættum á fundinn og þar var svolítið bara verið að tala í hringi, það er að segja ráðherra. Og þegar það kom að spurningum þá svaraði ráðherra einhvern veginn bara með einhverju kaosi,“ segir Krista. „Hann forðaðist svörin og sneri út úr. Við spurðum einfaldra já eða nei spurninga og einhvern veginn tókst honum að svara þeim með þriggja mínútna svörum.“ Krista segir stjórn Hugins hafa brugðið við þegar í ljós kom hversu langt áformin væru komin án þess að talað hefði verið við nemendur skólanna. „Við áttuðum okkur á því að það skipti í rauninni engu máli hvað við værum að fara að segja. Lokamarkmiðið yrði alltaf sameining.“ Félagslíf MA hyrfi með sameiningu Þá segir hún stjórnina hafa lagt fram könnun á Facebook hópi nemenda við menntaskólann um hvort nemendur væru fylgjandi eða mótfallnir sameiningunni. Þegar fréttastofa náði tali af Kristu höfðu 250 af 570 nemendum svarað könnuninni. „Og eins og staðan er núna eru 97 prósent þeirra mótfallnir sameiningu,“ segir Krista. Krista segist ekki sjá neina leið til þess að félagslíf MA eins og það er í dag lifi sameininguna af. „Það er svo rosalega mikið af litlum hlutum í MA sem gera skólann okkar að skólanum okkar,“ segir Krista. Sem dæmi nefnir hún mánaðarlegar söngstundir nemenda, sem ekki yrðu möguleiki í átján hundruð manna skóla sem staðsettur yrði á tveimur stöðum. Þá nefnir hún árshátíð skólans sem haldin er ár hvert með borðhaldi og þátttöku nemenda og starfsfólks. „Það er enginn staður á Akureyri sem gæti borið slíkan viðburð. Bæjarfélagið býður ekki upp á neitt húsnæði þar sem rúmlega tvö þúsund manns gætu sest við borðhald og haldið árshátíð,“ segir Krista. „Þannig að okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað.“ Fengu ekki að tjá sig Krista segir að þegar hugmyndir um sameiningu voru fyrst kynntar í vor hafi verið haldinn fundur í MA sem stjórn skólafélagsins var boðið á, þar hafi tveir starfsmenn menntamálaráðuneytisins setið fyrir svörum. „Og þeir lofuðu því að áður en einhverjar ákvarðanir yrðu teknar þá fengju nemendur að koma sínum skoðunum á framfæri. Fundurinn sem við fórum á í dag stangaðist algjörlega á við þessi loforð,“ segir Krista. „Við gerðum þau mistök að treysta því sem þau sögðu okkur. Og við sjáum eftir því í dag.“ Hún segir Ásmund hafa sagt að ef upp kæmi bakslag yrðu áformin um sameininguna endurskoðuð. „Við spurðum hann hreint út, er það nægilegt bakslag ef allir nemendur, starfsfólk og kennarar yrðu mótfallnir þessu. Og hann sagði nei, það væri ekki nægilegt bakslag. Og það finnst okkur fáránlegt.“ Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Krista Sól Guðjónsdóttir, inspectrix scholae Menntaskólans á Akureyri segir stjórn skólafélagsins Hugins hafa fengið tölvupóst í hádeginu í dag þess efnis að ráðherra væri á leið norður að kynna tillögur um skipulagsbreytingar í framhaldsskólum á Akureyri. „Þannig að það er tveir og hálfur klukkutími sem skólafélagið fær til þess að búa til einhvers konar hugmynd um hvað við ætlum að spyrja um á fundinum,“ segir Krista í samtali við Vísi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna með sameiningu skólanna tveggja á fundinum. Með honum voru Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Við mættum á fundinn og þar var svolítið bara verið að tala í hringi, það er að segja ráðherra. Og þegar það kom að spurningum þá svaraði ráðherra einhvern veginn bara með einhverju kaosi,“ segir Krista. „Hann forðaðist svörin og sneri út úr. Við spurðum einfaldra já eða nei spurninga og einhvern veginn tókst honum að svara þeim með þriggja mínútna svörum.“ Krista segir stjórn Hugins hafa brugðið við þegar í ljós kom hversu langt áformin væru komin án þess að talað hefði verið við nemendur skólanna. „Við áttuðum okkur á því að það skipti í rauninni engu máli hvað við værum að fara að segja. Lokamarkmiðið yrði alltaf sameining.“ Félagslíf MA hyrfi með sameiningu Þá segir hún stjórnina hafa lagt fram könnun á Facebook hópi nemenda við menntaskólann um hvort nemendur væru fylgjandi eða mótfallnir sameiningunni. Þegar fréttastofa náði tali af Kristu höfðu 250 af 570 nemendum svarað könnuninni. „Og eins og staðan er núna eru 97 prósent þeirra mótfallnir sameiningu,“ segir Krista. Krista segist ekki sjá neina leið til þess að félagslíf MA eins og það er í dag lifi sameininguna af. „Það er svo rosalega mikið af litlum hlutum í MA sem gera skólann okkar að skólanum okkar,“ segir Krista. Sem dæmi nefnir hún mánaðarlegar söngstundir nemenda, sem ekki yrðu möguleiki í átján hundruð manna skóla sem staðsettur yrði á tveimur stöðum. Þá nefnir hún árshátíð skólans sem haldin er ár hvert með borðhaldi og þátttöku nemenda og starfsfólks. „Það er enginn staður á Akureyri sem gæti borið slíkan viðburð. Bæjarfélagið býður ekki upp á neitt húsnæði þar sem rúmlega tvö þúsund manns gætu sest við borðhald og haldið árshátíð,“ segir Krista. „Þannig að okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað.“ Fengu ekki að tjá sig Krista segir að þegar hugmyndir um sameiningu voru fyrst kynntar í vor hafi verið haldinn fundur í MA sem stjórn skólafélagsins var boðið á, þar hafi tveir starfsmenn menntamálaráðuneytisins setið fyrir svörum. „Og þeir lofuðu því að áður en einhverjar ákvarðanir yrðu teknar þá fengju nemendur að koma sínum skoðunum á framfæri. Fundurinn sem við fórum á í dag stangaðist algjörlega á við þessi loforð,“ segir Krista. „Við gerðum þau mistök að treysta því sem þau sögðu okkur. Og við sjáum eftir því í dag.“ Hún segir Ásmund hafa sagt að ef upp kæmi bakslag yrðu áformin um sameininguna endurskoðuð. „Við spurðum hann hreint út, er það nægilegt bakslag ef allir nemendur, starfsfólk og kennarar yrðu mótfallnir þessu. Og hann sagði nei, það væri ekki nægilegt bakslag. Og það finnst okkur fáránlegt.“
Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent