„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. september 2023 23:45 Krista Sól Guðjónsdóttir, forseti Skólafélagsins Hugins, er í hópi margra MA-inga sem eru mótfallnir sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri. Aðsend/Vísir/Vilhelm Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. Krista Sól Guðjónsdóttir, inspectrix scholae Menntaskólans á Akureyri segir stjórn skólafélagsins Hugins hafa fengið tölvupóst í hádeginu í dag þess efnis að ráðherra væri á leið norður að kynna tillögur um skipulagsbreytingar í framhaldsskólum á Akureyri. „Þannig að það er tveir og hálfur klukkutími sem skólafélagið fær til þess að búa til einhvers konar hugmynd um hvað við ætlum að spyrja um á fundinum,“ segir Krista í samtali við Vísi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna með sameiningu skólanna tveggja á fundinum. Með honum voru Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Við mættum á fundinn og þar var svolítið bara verið að tala í hringi, það er að segja ráðherra. Og þegar það kom að spurningum þá svaraði ráðherra einhvern veginn bara með einhverju kaosi,“ segir Krista. „Hann forðaðist svörin og sneri út úr. Við spurðum einfaldra já eða nei spurninga og einhvern veginn tókst honum að svara þeim með þriggja mínútna svörum.“ Krista segir stjórn Hugins hafa brugðið við þegar í ljós kom hversu langt áformin væru komin án þess að talað hefði verið við nemendur skólanna. „Við áttuðum okkur á því að það skipti í rauninni engu máli hvað við værum að fara að segja. Lokamarkmiðið yrði alltaf sameining.“ Félagslíf MA hyrfi með sameiningu Þá segir hún stjórnina hafa lagt fram könnun á Facebook hópi nemenda við menntaskólann um hvort nemendur væru fylgjandi eða mótfallnir sameiningunni. Þegar fréttastofa náði tali af Kristu höfðu 250 af 570 nemendum svarað könnuninni. „Og eins og staðan er núna eru 97 prósent þeirra mótfallnir sameiningu,“ segir Krista. Krista segist ekki sjá neina leið til þess að félagslíf MA eins og það er í dag lifi sameininguna af. „Það er svo rosalega mikið af litlum hlutum í MA sem gera skólann okkar að skólanum okkar,“ segir Krista. Sem dæmi nefnir hún mánaðarlegar söngstundir nemenda, sem ekki yrðu möguleiki í átján hundruð manna skóla sem staðsettur yrði á tveimur stöðum. Þá nefnir hún árshátíð skólans sem haldin er ár hvert með borðhaldi og þátttöku nemenda og starfsfólks. „Það er enginn staður á Akureyri sem gæti borið slíkan viðburð. Bæjarfélagið býður ekki upp á neitt húsnæði þar sem rúmlega tvö þúsund manns gætu sest við borðhald og haldið árshátíð,“ segir Krista. „Þannig að okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað.“ Fengu ekki að tjá sig Krista segir að þegar hugmyndir um sameiningu voru fyrst kynntar í vor hafi verið haldinn fundur í MA sem stjórn skólafélagsins var boðið á, þar hafi tveir starfsmenn menntamálaráðuneytisins setið fyrir svörum. „Og þeir lofuðu því að áður en einhverjar ákvarðanir yrðu teknar þá fengju nemendur að koma sínum skoðunum á framfæri. Fundurinn sem við fórum á í dag stangaðist algjörlega á við þessi loforð,“ segir Krista. „Við gerðum þau mistök að treysta því sem þau sögðu okkur. Og við sjáum eftir því í dag.“ Hún segir Ásmund hafa sagt að ef upp kæmi bakslag yrðu áformin um sameininguna endurskoðuð. „Við spurðum hann hreint út, er það nægilegt bakslag ef allir nemendur, starfsfólk og kennarar yrðu mótfallnir þessu. Og hann sagði nei, það væri ekki nægilegt bakslag. Og það finnst okkur fáránlegt.“ Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Krista Sól Guðjónsdóttir, inspectrix scholae Menntaskólans á Akureyri segir stjórn skólafélagsins Hugins hafa fengið tölvupóst í hádeginu í dag þess efnis að ráðherra væri á leið norður að kynna tillögur um skipulagsbreytingar í framhaldsskólum á Akureyri. „Þannig að það er tveir og hálfur klukkutími sem skólafélagið fær til þess að búa til einhvers konar hugmynd um hvað við ætlum að spyrja um á fundinum,“ segir Krista í samtali við Vísi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna með sameiningu skólanna tveggja á fundinum. Með honum voru Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Við mættum á fundinn og þar var svolítið bara verið að tala í hringi, það er að segja ráðherra. Og þegar það kom að spurningum þá svaraði ráðherra einhvern veginn bara með einhverju kaosi,“ segir Krista. „Hann forðaðist svörin og sneri út úr. Við spurðum einfaldra já eða nei spurninga og einhvern veginn tókst honum að svara þeim með þriggja mínútna svörum.“ Krista segir stjórn Hugins hafa brugðið við þegar í ljós kom hversu langt áformin væru komin án þess að talað hefði verið við nemendur skólanna. „Við áttuðum okkur á því að það skipti í rauninni engu máli hvað við værum að fara að segja. Lokamarkmiðið yrði alltaf sameining.“ Félagslíf MA hyrfi með sameiningu Þá segir hún stjórnina hafa lagt fram könnun á Facebook hópi nemenda við menntaskólann um hvort nemendur væru fylgjandi eða mótfallnir sameiningunni. Þegar fréttastofa náði tali af Kristu höfðu 250 af 570 nemendum svarað könnuninni. „Og eins og staðan er núna eru 97 prósent þeirra mótfallnir sameiningu,“ segir Krista. Krista segist ekki sjá neina leið til þess að félagslíf MA eins og það er í dag lifi sameininguna af. „Það er svo rosalega mikið af litlum hlutum í MA sem gera skólann okkar að skólanum okkar,“ segir Krista. Sem dæmi nefnir hún mánaðarlegar söngstundir nemenda, sem ekki yrðu möguleiki í átján hundruð manna skóla sem staðsettur yrði á tveimur stöðum. Þá nefnir hún árshátíð skólans sem haldin er ár hvert með borðhaldi og þátttöku nemenda og starfsfólks. „Það er enginn staður á Akureyri sem gæti borið slíkan viðburð. Bæjarfélagið býður ekki upp á neitt húsnæði þar sem rúmlega tvö þúsund manns gætu sest við borðhald og haldið árshátíð,“ segir Krista. „Þannig að okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað.“ Fengu ekki að tjá sig Krista segir að þegar hugmyndir um sameiningu voru fyrst kynntar í vor hafi verið haldinn fundur í MA sem stjórn skólafélagsins var boðið á, þar hafi tveir starfsmenn menntamálaráðuneytisins setið fyrir svörum. „Og þeir lofuðu því að áður en einhverjar ákvarðanir yrðu teknar þá fengju nemendur að koma sínum skoðunum á framfæri. Fundurinn sem við fórum á í dag stangaðist algjörlega á við þessi loforð,“ segir Krista. „Við gerðum þau mistök að treysta því sem þau sögðu okkur. Og við sjáum eftir því í dag.“ Hún segir Ásmund hafa sagt að ef upp kæmi bakslag yrðu áformin um sameininguna endurskoðuð. „Við spurðum hann hreint út, er það nægilegt bakslag ef allir nemendur, starfsfólk og kennarar yrðu mótfallnir þessu. Og hann sagði nei, það væri ekki nægilegt bakslag. Og það finnst okkur fáránlegt.“
Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira