Teknir á teppið af sínum eigin stuðningsmönnum eftir leik í gær Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 16:01 Úr leik Lyon og PSG í gærkvöldi Vísir/EPA Leikmenn franska úrvalsdeildarliðsins Lyon í fótbolta fengu óánægju stuðningsmanna félagsins beint í æð eftir að hafa lotið í lægra haldi gegn Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain nokkuð örugglega á heimavelli. Lyon situr á botni frönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig eftir 4-1 tap gegn Paris Saint-Germain í gær og leikmenn liðsins fengu að heyra það frá Ultras stuðningsmannahópi félagsins eftir leik gærkvöldsins. Paris Saint-Germain var komið fjórum mörkum yfir þegar að flautað var til háflleiks, Lyon klóraði í bakkann með einu marki í seinni hálfleik en nær komst liðið ekki. Eftir leik var hitinn mikill í stuðningsmönnum Lyon og einn af forkólfum Lyon Ultras ávarpaði leikmenn liðsins eftir leik úr stúkunni. „Skilaboðin eru skýr,“ sagði leiðtogi Lyon Ultras. „Ef það eru leiðtogar í þessu liði þá ber þeim skylda til þess að láta í sér heyra núna. Þið klæðist treyju Olympique Lyon. Aðrir sem hafa klæðst henni á undan ykkur hafa staðið undir því, þið hafið engan rétt til þess að skemma það núna. Félagsskiptaglugganum hefur verið lokað, þið myndið leikmannahóp liðsins. Það eina sem við biðjum um frá ykkur er að við getum gengið í takt í sömu átt. En þið þurfið að vinna ykkur það inn. Við elskum og virðum þessa treyju.“ Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scène surréaliste au Groupama Stadium !Le capo des Bad Gones prend la parole face aux joueurs de l @OL !#OLPSG pic.twitter.com/2Pa52WfHRO— Prime Video Sport France (@PVSportFR) September 3, 2023 Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Lyon situr á botni frönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig eftir 4-1 tap gegn Paris Saint-Germain í gær og leikmenn liðsins fengu að heyra það frá Ultras stuðningsmannahópi félagsins eftir leik gærkvöldsins. Paris Saint-Germain var komið fjórum mörkum yfir þegar að flautað var til háflleiks, Lyon klóraði í bakkann með einu marki í seinni hálfleik en nær komst liðið ekki. Eftir leik var hitinn mikill í stuðningsmönnum Lyon og einn af forkólfum Lyon Ultras ávarpaði leikmenn liðsins eftir leik úr stúkunni. „Skilaboðin eru skýr,“ sagði leiðtogi Lyon Ultras. „Ef það eru leiðtogar í þessu liði þá ber þeim skylda til þess að láta í sér heyra núna. Þið klæðist treyju Olympique Lyon. Aðrir sem hafa klæðst henni á undan ykkur hafa staðið undir því, þið hafið engan rétt til þess að skemma það núna. Félagsskiptaglugganum hefur verið lokað, þið myndið leikmannahóp liðsins. Það eina sem við biðjum um frá ykkur er að við getum gengið í takt í sömu átt. En þið þurfið að vinna ykkur það inn. Við elskum og virðum þessa treyju.“ Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scène surréaliste au Groupama Stadium !Le capo des Bad Gones prend la parole face aux joueurs de l @OL !#OLPSG pic.twitter.com/2Pa52WfHRO— Prime Video Sport France (@PVSportFR) September 3, 2023
Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira