„Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. september 2023 17:32 Heimir á hliðarlínunni í dag Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. „Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
„Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira