140 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í ágúst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2023 13:02 Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Gunnlaugur Róbertsson Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Þjóðgarðsvörður segir ekki uppselt á staðinn en oft sé þröngt þar á þingi. Starfsfólk suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur haft meira en nóg að gera í sumar við að þjóna ferðamönnum en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið eins og í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. 120 þúsund gestir komu til dæmis á Jökulsárlón í júlí og um 140 þúsund í ágúst. Þrátt fyrir allan þennan fjölda segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Höfn, að starfsemin hafi gengið ótrúlega vel í sumar. „Já, það hefur gengiðrosalega vel. Fólk er almennt kurteist og eru hérna til að skoða þessa frábæru náttúru, sem er í Vatnajökulsþjóðgarði. Allir eru mjög opnir fyrir fræðslu frá landvörðum og fræðslugöngur með landvörðum hafa verið mjög vel sóttar hjá okkur þannig að það eru bara allir komnir til að hafa gaman,” segir Steinunn Hödd. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er mjög ánægð með hvað sumarið hefur gengið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrr í sumar hófst gjaldtaka á bílastæðinu við Jökulsárlón. Hvernig hefur það komið út? „Það hefur gengið rosalega vel og engin stór vandamál, sem hafa komið upp. Gestirnir okkar eru yfirhöfuð tilbúnir til að borga fyrir þessa þjónustu, sem er í formi landvörslu, fræðslu, bílastæði og salerni, þannig að það hefur bara gengið ofboðslega vel.” Er uppselt á Jökulsárlón eða er hægt að taka endalaust við fólki þar? „Það er kannski ekki uppselt en það er orðið svolítið þröngt á þingi þarna yfir sumartímann en með haustinu fer aðeins að fækka.” Steinunn Hödd segir að ekki sé uppselt á Jökulsárlón en þar sé þó oft þröngt á þingi.Gunnlaugur Róbertsson En hvernig leggst haustið og vetur í Steinunni Hödd og hennar starfsfólk? „Haustið leggst bara mjög vel í okkur. Þá breytist aðeins starfsemin í þjóðgarðinum því þá förum við meira í að taka á móti fólki, sem er að fara í íshellaferðir og jöklagöngu á bæði Breiðamerkurjökli og Falljökli. Þá breytist aðeins samsetning gestanna og fækkar aðeins en verkefni landvarða og starfsfólksins eru alltaf þau sömu eða að standa vörð um náttúruna og passa að allir gangi vel um svæðið okkar,” segir Steinunn Hödd. Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Starfsfólk suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur haft meira en nóg að gera í sumar við að þjóna ferðamönnum en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið eins og í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. 120 þúsund gestir komu til dæmis á Jökulsárlón í júlí og um 140 þúsund í ágúst. Þrátt fyrir allan þennan fjölda segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Höfn, að starfsemin hafi gengið ótrúlega vel í sumar. „Já, það hefur gengiðrosalega vel. Fólk er almennt kurteist og eru hérna til að skoða þessa frábæru náttúru, sem er í Vatnajökulsþjóðgarði. Allir eru mjög opnir fyrir fræðslu frá landvörðum og fræðslugöngur með landvörðum hafa verið mjög vel sóttar hjá okkur þannig að það eru bara allir komnir til að hafa gaman,” segir Steinunn Hödd. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er mjög ánægð með hvað sumarið hefur gengið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrr í sumar hófst gjaldtaka á bílastæðinu við Jökulsárlón. Hvernig hefur það komið út? „Það hefur gengið rosalega vel og engin stór vandamál, sem hafa komið upp. Gestirnir okkar eru yfirhöfuð tilbúnir til að borga fyrir þessa þjónustu, sem er í formi landvörslu, fræðslu, bílastæði og salerni, þannig að það hefur bara gengið ofboðslega vel.” Er uppselt á Jökulsárlón eða er hægt að taka endalaust við fólki þar? „Það er kannski ekki uppselt en það er orðið svolítið þröngt á þingi þarna yfir sumartímann en með haustinu fer aðeins að fækka.” Steinunn Hödd segir að ekki sé uppselt á Jökulsárlón en þar sé þó oft þröngt á þingi.Gunnlaugur Róbertsson En hvernig leggst haustið og vetur í Steinunni Hödd og hennar starfsfólk? „Haustið leggst bara mjög vel í okkur. Þá breytist aðeins starfsemin í þjóðgarðinum því þá förum við meira í að taka á móti fólki, sem er að fara í íshellaferðir og jöklagöngu á bæði Breiðamerkurjökli og Falljökli. Þá breytist aðeins samsetning gestanna og fækkar aðeins en verkefni landvarða og starfsfólksins eru alltaf þau sömu eða að standa vörð um náttúruna og passa að allir gangi vel um svæðið okkar,” segir Steinunn Hödd.
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent