„Það styttist í gos“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 16:23 Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Þar hefur gosið síðustu þrjú ár, og líklegra en ekki þykir að eldgosin verði fleiri. Vísbendingar eru um að það styttist í næsta. Vísir/Arnar Halldórsson Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira