Með einum of marga bestu vini á heimilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2023 08:01 Oft er talað um hunda sem bestu vini mannsins. Það gildir í tilfelli Arons Gunnars og hundanna þriggja, þeirra Pablo, Brúnó og Alpha. Aron Gunnar Einn nýjasti íbúinn á Hellu bíður þess að fá að vita hvort hann geti búið áfram í bænum. Reglur um hundahald í bænum komu honum í opna skjöldu. Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu. Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu.
Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira