Septemberspá Siggu Kling: Slakaðu á og leyfðu þér að lifa og vera til Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku fiskurinn minn. Þú ert einstakur og í þér býr góðmenni. Ég held að ég hafi aldrei í lífinu hitt leiðinlegan fisk, og ekki heldur séð eins fjölbreyttar manneskjur eins og dvelja í þessu merki. Fiskarnir eru frá 19. febrúar til 20. mars. Þetta er einn mikilvægasti mánuður ársins fyrir þig, því að þú átt hið merkilega bláa ofurtungl sem að var 31. ágúst. Það er alveg saman hvaða hnútar eru í kring um þig og hvað mikið þér finnst að þú þurfir að leysa og laga, að allt virðist gerast af sjálfu sér. Svo slakaðu á og leyfðu þér að lifa og vera til. Það er eins og þú hafir töfrasprota í hendinni á þér og getir veifað honum í þá átt sem að viljinn þinn fer. Allt sem þú hræðist er í raun og veru bara þoka, sem þú kemst auðveldlega í gegn um. Svo slepptu áhyggjuorkunni á haf út. Það er mikilvægt fyrir þig, hjartað mitt, að jafnvel henda þér í sjóinn, þó þú takir jafnvel ekki mörg sundtök þar. Þetta er tímabil endaloka, hreinsunar og er sérstaklega gott ef að veikindi hafa hrjáð þig eða eitthvað annað haldið þér niðri. Þú finnur að þú eflir friðinn og þó að það læðist að þér leiði, þá er það bara eðlilegt. Ef að þú ert á lausu, þá er sérkennileg orka á ferðum. Þú átt jafnvel eftir að hitta einhvern sem að tengist hjartanu þínu á óvenjulegum stað og þó að ekkert endilega verði mikið úr því strax, þá er ástin að koma til þín. Þú þarft að dreifa verkefnum betur en þú hefur gert. Leyfa öðrum líka að leysa vandamál tengd stórfjölskyldunni eða vinum. Þú hefur svo magnaða og góða stjórnunarhæfileika, en átt það til að gera bara flest sjálfur og bæta á þig fleiri verkefnum og ná svo ekki andanum. Fyrsta vikan í september gefur þér merkilegt tákn, bæði í draumum og í skilaboðum til hugans. Þín magnaða næmni fyrir lífinu og lífsorkunni, tvöfaldast að minnsta kosti. Þú fyllist þakklæti gagnvart svo mörgu sem að þú hefur ekki áður fundist jafnvel vera blessun, en það eru svo margir í kring um þig sem eru englar í dulargervum. Knús og kossar Sigga Kling Jon Bon Jovi, söngvari 2. mars Rebel Wilson, leikkona 2. mars James Arthur, söngvari 2.mars Daniel Craig, leikkari, 2. mars Jessica Biel, leikkona, 3. mars Ronan Keating, söngvari, 3.mars Robert Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, 17. mars Adam Levine, söngvari, 18.mars Queen Latifah, söngkona, 18. mars Vanessa Williams, leikkona, 18. mars Grover Cleveland, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 18. mars Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Fiskarnir eru frá 19. febrúar til 20. mars. Þetta er einn mikilvægasti mánuður ársins fyrir þig, því að þú átt hið merkilega bláa ofurtungl sem að var 31. ágúst. Það er alveg saman hvaða hnútar eru í kring um þig og hvað mikið þér finnst að þú þurfir að leysa og laga, að allt virðist gerast af sjálfu sér. Svo slakaðu á og leyfðu þér að lifa og vera til. Það er eins og þú hafir töfrasprota í hendinni á þér og getir veifað honum í þá átt sem að viljinn þinn fer. Allt sem þú hræðist er í raun og veru bara þoka, sem þú kemst auðveldlega í gegn um. Svo slepptu áhyggjuorkunni á haf út. Það er mikilvægt fyrir þig, hjartað mitt, að jafnvel henda þér í sjóinn, þó þú takir jafnvel ekki mörg sundtök þar. Þetta er tímabil endaloka, hreinsunar og er sérstaklega gott ef að veikindi hafa hrjáð þig eða eitthvað annað haldið þér niðri. Þú finnur að þú eflir friðinn og þó að það læðist að þér leiði, þá er það bara eðlilegt. Ef að þú ert á lausu, þá er sérkennileg orka á ferðum. Þú átt jafnvel eftir að hitta einhvern sem að tengist hjartanu þínu á óvenjulegum stað og þó að ekkert endilega verði mikið úr því strax, þá er ástin að koma til þín. Þú þarft að dreifa verkefnum betur en þú hefur gert. Leyfa öðrum líka að leysa vandamál tengd stórfjölskyldunni eða vinum. Þú hefur svo magnaða og góða stjórnunarhæfileika, en átt það til að gera bara flest sjálfur og bæta á þig fleiri verkefnum og ná svo ekki andanum. Fyrsta vikan í september gefur þér merkilegt tákn, bæði í draumum og í skilaboðum til hugans. Þín magnaða næmni fyrir lífinu og lífsorkunni, tvöfaldast að minnsta kosti. Þú fyllist þakklæti gagnvart svo mörgu sem að þú hefur ekki áður fundist jafnvel vera blessun, en það eru svo margir í kring um þig sem eru englar í dulargervum. Knús og kossar Sigga Kling Jon Bon Jovi, söngvari 2. mars Rebel Wilson, leikkona 2. mars James Arthur, söngvari 2.mars Daniel Craig, leikkari, 2. mars Jessica Biel, leikkona, 3. mars Ronan Keating, söngvari, 3.mars Robert Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, 17. mars Adam Levine, söngvari, 18.mars Queen Latifah, söngkona, 18. mars Vanessa Williams, leikkona, 18. mars Grover Cleveland, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 18. mars
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira