Septemberspá Siggu Kling: Haltu aftur af hvatvísi þinni Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku ljónið mitt. Þú ert að mörgu leyti kominn á betri stað en þú varst fyrir mánuði. Þú veist hvernig þú getur unnið með sjálfan þig á þessum punkti og þú hefur meiri sjálfstraust og sjálfsstjórn en áður. Þú nærð að finna þessa uppljómun sem er í þér og það er líka í þér kraftur til að magna upp þessa uppljómun. Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein