True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2023 16:58 Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber. Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber.
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35