Stjórnarflokkarnir undirbúa hrókeringar í fastanefndum þingsins Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2023 16:38 Bjarni, Bjarkey og Bryndís hafa farið með formennsku í nefndum þingsins það sem af er kjörtímabili. Nú verður stokkað upp. Vísir/Vilhelm Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd. Við endurnýjun stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar árið 2021 var ákveðið að á miðju kjörtímabili yrðu gerðar breytingar á nefndarsetu og hefur undirbúningur þess staðið yfir á stjórnarheimilinu síðustu vikurnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun formennska í fjárlaganefnd færast til Framsóknarflokksins en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur farið með formennsku í nefndinni það sem af er kjörtímabili. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mun láta af nefndarformennsku í utanríkismálanefnd, en formennska í nefndinni mun færast til þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Vinstri grænna munu á móti taka við formennsku í velferðarnefnd, þar sem Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur farið með formennsku, og sömuleiðis í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokki, hefur farið með formennsku. Formennska í allsherjar- og menntamálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd verður áfram á hendi Sjálfstæðismanna, en Bryndís Haraldsdóttir hefur farið með formennsku í þeirri fyrrnefndu og Guðrún Hafsteinsdóttir í þeirri síðarnefndu. Guðrún lét af formennsku í nefndinni þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumar. Formennska í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður áfram á könnu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið þar með formennsku. Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og fer stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fram miðvikudagskvöldið 13. september. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 fer fram fimmtudaginn 14. september og heldur áfram föstudaginn 15. september. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Við endurnýjun stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar árið 2021 var ákveðið að á miðju kjörtímabili yrðu gerðar breytingar á nefndarsetu og hefur undirbúningur þess staðið yfir á stjórnarheimilinu síðustu vikurnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun formennska í fjárlaganefnd færast til Framsóknarflokksins en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur farið með formennsku í nefndinni það sem af er kjörtímabili. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mun láta af nefndarformennsku í utanríkismálanefnd, en formennska í nefndinni mun færast til þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Vinstri grænna munu á móti taka við formennsku í velferðarnefnd, þar sem Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur farið með formennsku, og sömuleiðis í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokki, hefur farið með formennsku. Formennska í allsherjar- og menntamálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd verður áfram á hendi Sjálfstæðismanna, en Bryndís Haraldsdóttir hefur farið með formennsku í þeirri fyrrnefndu og Guðrún Hafsteinsdóttir í þeirri síðarnefndu. Guðrún lét af formennsku í nefndinni þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumar. Formennska í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður áfram á könnu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið þar með formennsku. Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og fer stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fram miðvikudagskvöldið 13. september. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 fer fram fimmtudaginn 14. september og heldur áfram föstudaginn 15. september.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira